Sögur af Stórval

23 Ágú


(Stórval, mynd Emil Þorsteinsson)
Flestir, allavega þeir sem eru fertugir og meira, kannast við „kvistinn í mannlífstrénu“ hann Stefán Jónsson – Stórval (1908-1994). Málverkin hans verða helst að vera til á hverju menningarlegu millistéttarheimili. Sjálfur á ég enga orginal Stórvals-mynd, en bæti kannski úr því einhvern tímann. Ég á þó tvær „falsanir“, eina eftir Ása bróður minn og aðra eftir Jón Dead Sæmundsson. Ási er með svona myndir á spottprís í Tempó innrömmun, Hamraborg.

Fyrir nokkrum árum gaf vinur Stórvals, gullsmiðurinn Sigmar Ó Maríusson, út kassettu þar sem hann sagði sögur af Stórval og hermdi eftir honum. Öðlingurinn Ásgeir S. Sigurðsson í Harmóníkusafninu á Ísafirði sendi mér nýlega kópíu af þessari kassettu og mér finnst algjör óþarfi að láta þetta eðalefni liggja í þagnargildi. Svo gjörðu svo vel!

Uppfært: Sigmar hafði samband og benti á að diskur með þessu efni er til sölu í Bókakaffinu á Selfossi eða hjá Sigmari sjálfum (s: 554 2552). Ég biðst afsökunar á að hafa sett þetta hérna inn án þess að fá leyfi, en mér datt bara ekki í hug að þetta væri ennþá fáanlegt.

Góður aukapakki um Stórval er svo þessi frásögn Gísla Helgasonar, sem endar á gullkorni, Stórvali sjálfum að syngja.

2 svör til “Sögur af Stórval”

  1. Osi ágúst 23, 2012 kl. 8:54 e.h. #

    Mjog svipadar myndir af ykkur tveim!

  2. v ágúst 25, 2012 kl. 7:54 e.h. #

    gjörsamlega magnað. sagan af tvítóla kvikindinu toppar allt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: