Alvöru útrás!

22 Ágú


Ef við (þ.e. við, þessi sem hírumst á þessu fáránlega skeri) erum góð í einhverju þá er það að búa til dægurtónlist, a.m.k. dægurtónlist sem lesendum hipsterabibblíunnar Pitchforkmedia líkar við. Nú hefur netmiðillinn birt lista yfir 200 bestu plötur áranna 1996-2011 (fyrstu 15 árin sem netsíðan hefur verið starfandi). Lesendur netsíðunnar fengu að nefna plötur í valinu, alls voru 116.009 plötur nefndar af 27.981 kjósendum.

Og sjá: Þarna eru heilar FJÓRAR ÍSLENSKAR plötur.

45 SIGUR RÓS Ágætis Byrjun
51 BJÖRK Homogenic
69 SIGUR RÓS ( )
136 BJÖRK Vespertine

Ok, kannski ekki mikil fjölbreytni í þessu, en þetta er nú alveg helvíti gott miðað við þjóð upp á rúmlega 300.000 manns. Og enn ein „sönnun“ þess að Ágætis byrjun sé besta íslenska platan í heimi.

Listinn er hér.

2 svör til “Alvöru útrás!”

  1. Stefan Sigfinnsson ágúst 23, 2012 kl. 1:01 f.h. #

    Við eigum fleiri góða listamenn en bara Björk og marga miklu betri en Sigurrós(sorrý búinn að gera milljón tilraun til að hlusta á þá en finnst þetta alltaf jafnmikið vera eins verið sé að drepa kött á mjög kvalarfullan hátt).

  2. Stefán ágúst 23, 2012 kl. 9:49 f.h. #

    Þessi listi er eins og aðrir neytendalistar, afskaplega fábreyttur. Sérstaklega eru alltaf sömu nöfnin nálægt toppinum, nöfn sem allir þekkja og geta kvittað við. Radiohead fær 4 plötur inn á topp 20 og þá fimmtu í fertugasta sæti. Auðvitað eru þetta ekki allar bestu plöturnar á tímabilinu, heldur rjóminn af þeim plötum sem þessi stóri hópur hefur kynnt sér. Það er bara mjög gott að þetta margir þekki þó Björk og Sigur Rós.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: