Hinn karllægi Popppunktur

17 Ágú

Á Knúzi og Smugunni er réttilega bent á yfirþyrmandi kvenmannsleysi í PP sumarsins. Í sumar munu 8 konur en 34 karlar keppa, það er 19% hlutfall kvenna = Lélegt.

Við leituðum til allskonar kvenna til að koma í þætti sumarsins. Felix hringdi í allavega fimm háskólakonur – konur sem líklegar voru til að vilja koma af því þær væru vel að sér um popp. Hann reyndi að fá þær í þáttinn en allt kom fyrir ekki. Engin þeirra treysti sér til að mæta og svara spurningum um popptónlist. Hann hefði náttúrlega átt að hringja í 5 í viðbót. Eða 10. Þetta gekk betur í öðrum liðum, til að mynda í „heilsufæði“ og leikskólakennurum, sem voru lið skipuð 2 konum og 1 karli.

Í hljómsveitarkeppnum hefur kvennaliðum ekki gengið alltof vel. Það er verið að spyrja um allskonar poppnördisma og sennilega eru bara (því miður) alltof fáar konur sem leggja sig eftir svoleiðis fróðleik. M.ö.o. Popppunktur er karl-lægur þáttur. Sorrí með það.

Eitt sláandi dæmi var þegar við fengum Amiinu í þáttinn. Auðvitað vildum við fá 3 stelpur til að mæta en það mætti ein og tveir strákar sem voru nýbyrjaðir í sveitinni.

En ég ætla ekkert að afsaka mig eins og einhver tafsandi karlpungur sem er kominn út í horn. Við vitum upp á okkur sökina og viljum gera miklu betur.

Talandi um kvenvæðingu og popp þá er nú aldeilis annað sem mætti kvenvæði enn frekar og það eru Músiktilraunir. Samkvæmt mínum útreikningum voru  bara 15% stelpur í keppninni í vor.

Til enn frekari eflingar bendi ég á mixin Songs written and sung by Icelandic women og 30 great woman-led songs from about 1980.

11 svör to “Hinn karllægi Popppunktur”

 1. Gunnar Ásgeirsson ágúst 17, 2012 kl. 8:35 e.h. #

  Mér finnst þetta nú svollan væl hjá knuz og smugunni. Eins og þú réttilega bendir á þá er popppunktur svolítið karllægur þáttur og það er bara allt í lagi.
  Get t.d. bætt því við með popppunkts borðspilið sem mér finnst æðislega skemmtilegt. Stelpur/konur fást bara helst ekki til þess að spila þetta spil þegar maður er með gesti en allir karlkyns eru game í það.

  Ég vill ekki hljóma eins og karlrema sem ég er alls ekki, ég elska konur en þær vita oft á tíðum lítið sem ekkert um tónlist.

  Þetta er flottur þáttur hjá ykkur og svakalega gaman að fylgjast með honum!

  • Freyr ágúst 17, 2012 kl. 11:56 e.h. #

   Ég vil ekki hljóma eins og femínistinn sem ég er, ég elska þröngsýna karlpunga, en þeir vita oft á tíðum lítið sem ekkert um lífið

 2. Erla Guðrún ágúst 18, 2012 kl. 1:10 f.h. #

  „Eins og þú réttilega bendir á þá er poppunktur svolítið karllægur þáttur og það er bara allt í lagi“ Langar að benda á að flestir þættir sem okkar ástkæra RÚV sýnir eru svolítið karllægir þættir. Popppunktur er því miður ekkert einsdæmi og þetta fær mig til að grenja úr gremju yfir því að sjónvarpið sem á að vera okkar allra landsmann miðar dagskrána sína fyrst og fremst út frá körlum. Ég get alveg lifað með einum karllægum þætti jafnvel tveimur en nær öll íslensk dagskrágerð hjá RÚV miðast að mestu við karlana. Okkur er boðið upp á dag eftir dag að horfa á kalla tala við kalla um það sem þeim finnst skemmtilegt t.d. Hljómskálinn, Popppunktur, Viðtalið, Golfþátturinn, 365 gráður, Silfur Egils, Kiljan. Íþróttafréttirnir hjá RÚV eru síðan sérkapítuli út af fyrir sig þar er fjallað um konur í c.a. 0-20% tilvika.

  Mér finnst ábyrgð karlþáttastjórnenda vera mjög mikil, sérstaklega í ljósi þess að þeir eru það miklu oftar en konur. Ef þið leggið ekki ykkar lóð á vogarskálarnar þá gerir það enginn. Ef ég væri að stjórna þætti þá myndi ætíð passa upp á að bjóða konum í þáttinn minn, ég myndi ganga á eftir þeim og ef þær væru tregar til að taka þátt þá myndi ég skoða hvað er það við þáttinn minn sem gerir það að verkum að konur vilja síður taka þátt. Ég stjórna ekki sjónvarpsþætti á RÚV, ég hef ekki tækifæri til að gera þetta. En þið umsjónarmenn popppunkts hafið svo gott tækifæri til að fara á undan með góðu fordæmi, leggið ykkar að mörkum, ekki bara yppta öxlum og gera ekki neitt í þessu.

  .

 3. Valgarður Guðjónsson ágúst 18, 2012 kl. 1:17 f.h. #

  Það er víst ekki gáfulegt að setja inn svar á þessum nótum… ekki hvarflar að mér að vera á móti jafnrétti kynjanna, en stundum finnst mér umræðan beinast að algjörum aukaatriðum.

  Ég er ekki alveg að kaupa að það sé eitthvert jafnréttis spursmál að kynja hlutfall sé alltaf jafnt í hverju einasta horni… Áhugi á popp / rokk sögu virðist frekar liggja hjá strákum / körlum en stelpum / konum – auðvitað með fullt af heiðarlegum og skemmtilegum undantekningum. Ég hef ekki grun um hvers vegna, en mér finnst engin sérstök ástæða til að þvingja jafnt kynja hlutfall í svona þátt. Frekar að hafa fjölbreytta þætti.. Það eru eflaust til áhugasvið þar sem konur eru frekar til í að koma fram. Þannig gæti hlutfall kynjanna verið jafnt í spurninga / leikja / lista þáttum, þó það halli kannski á annað kynið í einstaka þáttum.

  Það eru amk. allt önnur atriði sem skipta máli fyrir mig þegar ég horfi á þátt eins og Popppunkt en kyn keppenda.

 4. Anna R. ágúst 18, 2012 kl. 10:29 f.h. #

  Hugmynd: Biðja Margréti Örnólfsdóttur um að semja spurningar fyrir eins og einn þátt. Nú, eða Andreu Gylfa.

 5. Arnar Valgeir ágúst 18, 2012 kl. 2:43 e.h. #

  eru gömlu popppunkts þættirnir til á upptöku ennþá? fyrstu seríurnar, væri gaman að sjá það aftur

  • drgunni ágúst 18, 2012 kl. 7:28 e.h. #

   Nei hvernig til – amk ekki til opinbers áhorfs. Líklegast og vonandi samt til í skjalageymslum Skjás eins og Rúv.

 6. Helga ágúst 18, 2012 kl. 9:03 e.h. #

  Sko, þetta snýst bara um það að það er alltaf erfitt að vera í minnihluta. Mig grunar að margar konur séu óöruggar að mæta í svona þátt því þær séu stressaðar um að klúðra einhverri beisík poppþekkingu og þar með „sanna“ fyrir þeim sem telja sig vita það að konur hafi engan áhuga á, og viti ekkert um, popptónlist, að það sé rétt. A.m.k ef aðrar konur hugsa á eitthvað svipuðum nótum og ég. Á tímabili var ég t.d. alveg þokkalega að mér um íslenskt popp og erlent pönk, og var í kvennapönksveit, en hefði verið alveg drullustressuð að mæta í svona þátt af ótta við að það væri svo áberandi ef mér gengi illa (og að allir myndu tengja það við það að ég væri kona) og oft get ég ekkert svarað neinu af þessum spurningum í popppunkti.

  Í sumar voru haldnar rokksumarbúðir fyrir stelpur. Mér fannst ég sjá svolítið vel á þeim hvað stelpur hafa mikinn áhuga á því að gera tónlist og vera í hljómsveit. Stundum virðast þær samt þurfa á því að halda að gera það án þess að hafa stráka nálægt. Það held ég að sé annars vegar vegna þess að stelpur/konur hafa tilhneigingu til að draga sig í hlé innan um stráka/karlmenn sem oft taka pínulítið yfir rýmið, og hins vegar vegna þess að þær vilja forðast það að vera í sífellum samanburði við strákana. Mín tillaga er því sú að brjóta ísinn með því að halda sérstakan kvennapopppunktsþátt þar sem allir keppendur eru konur (ég þori nánast að veðja að það takist að finna 6 konur í þátt sem er kynntur sérstaklega sem kvennaþáttur). Og ekki væri slæmt ef svolítið stærri hluti spurninganna en venjulega væri um konur í tónlist (persónulega verð ég t.d. að viðurkenna að ég veit oft meira um tónlistarkonur en tónlistarkarlmenn vegna þess að ég hef verið að leita að fyrirmyndum. Það er til hellingur af þeim en stundum finnast þær ekki nema maður leiti). Og ef ykkur vantar konur í þáttinn þá mæli ég með að hafa samband við rokksumarbudir(hjá)gmail.

  • drgunni ágúst 19, 2012 kl. 9:05 f.h. #

   Þetta er nú alveg óþarfa feimni. Pælum í þessu með kvennaspesíal þegar/ef við komum aftur.

 7. Eva Hauksdóttir ágúst 19, 2012 kl. 8:01 f.h. #

  Hvaða „sök“ vitið þið upp á ykkur? Er það ykkur að kenna að fáar konur hafa sýnt því áhuga að vera með?

  • drgunni ágúst 19, 2012 kl. 9:00 f.h. #

   Tja nei, en okkar „sök“ er að reyna ekki enn betur að fá konur í þáttinn. Með sameiginlegu átaki hefði eflaust mátt fjölga konum í þættinum. 19% er lélegt hlutfall.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: