Stóra pönnukökumálið

13 Ágú

Elísabet Lára, fimm ára dóttir mín, vill fá pönnukökur á sunnudögum og engar refjar. Uppáhaldskaffihúsið hennar (og okkar hinna í fjölskyldunni líka) er C is for Cookies á Óðinstorgi. Þar getur hún gúffað í sig allt upp í fjórar pönnukökur. Pönnukökuverðin eru góð þar, 100 kr stk. Mér dettur ekki í hug að fara annað og borga allt upp í 200 kr fyrir stk.

Í gær var C is for cookies lokað og því góð ráð rándýr. Mamman var að tína ber á Vestfjörðum svo  treysta varð á vankað innsæi mitt.

Nú eru íslenskar pönnukökur og amerískar pönnukökur ekki það sama, en mér tókst að selja Elísabetu það að fá sér amerískar í þetta skipti og það ofan í kjallara á Laundromat, sem er svo skemmtilegur staður, mannstu ekki? Eins og við höfum heyrt í allt sumar er metfjöldi ferðamanna á landinu og þeir voru allir á Laundromat þegar við komum þangað, 500 þúsund talsins.  Ekki vinnandi vegur að komast að. Fórum yfir í Hafnarhúsið á einhverja leiðinlega sýningu en það var alveg jafn fullt á Laundromat þegar við komum aftur. Fer nú þessu túristafargani ekki að ljúka svo maður fái sæti? Er ekki bara hægt að reisa annað álver eða eitthvað til að vinna upp á móti þjóðhagslegum áhrifum?

Man ég þá eftir Gráa kettinum. En nei nei, þar lokar eldhúsið kl. 14 á sunnudögum og við of sein. Þetta stefndi allt í harmleik en þá sáum við Eldur og ís neðarlega á Skólavörðustíg og ég gat selt Elísabetu það að frönsk pönnukaka með Nutella væri rosa góð. Sem hún var.

Áhugafólk um alþjóðasamskipti getur lesið eitthvað út úr þessari frásögn ef það vill.

Sá í blaði að bassaleikarinn góðkunni, Bragi Ólafsson, er orðinn fimmtugur. Hann er einn af þeim sem er of kúl til að vera (eins og fábjáni) á Facebook svo ég óska honum til hamingju hér – til hamingju! Ég var einmitt að klára bók hans Gæludýrin sem er ógeðslega góð.

 

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: