Matarmikill Popppunktur!

10 Ágú

Popppunktur heldur áfram í kvöld, hin æsispennandi Barátta stéttanna. Þáttur kvöldsins byrjar kl. 21:45 en við höfum aldrei verið á sama tíma tvisvar í röð, held ég, þökk sé helv hinum frábæru Olympíuleikum. Liðin koma úr sitt hvorum enda matarmenningarinnar (ef svo má segja), við erum að tala um:


Hamborgaraforkólfa


sem mæta Heilsufæðisforkólfum

Nú er að sjá hvort kjöt eða grænmeti er betri undirstaða fyrir poppspeki og einnig verður spennandi að sjá hvort liðin vinna sér inn nógu mörg stig til að komast í sjálfan úrslitaleikinn. Hann (þ.e.a.s. úrslitaleikurinn) verður svo sannarlega GLÆSILEGUR eins og Felix er búinn að vera að röfla um í allt sumar.

3 svör to “Matarmikill Popppunktur!”

 1. anna benkovic ágúst 11, 2012 kl. 2:02 f.h. #

  verulega skemmtilegur þáttur. Við sonur minn héldum með „hamborgaraliðinu“ en fundum sterka strauma til hollustunnar, nema hvað að þeir sem aðhyllast „lýfrænt“ eru svo mannfjandlegir og telja sig hafa „borgað extra lífrænt“ fyrir það. Það er mín reynsla.
  Guð er löngu dauður, en það er gulegt að borða hollt . Hinir sem vita að hanborgarar og fl, er ekki „guðlegt“ þeir stoppa þegar maður á bágt á þjóðvegi 1….

  • anna benkovic ágúst 11, 2012 kl. 2:05 f.h. #

   my point is that the very rich people buy organic food, then they are sure to be better than the rest of us ordinaly people

 2. ingi ágúst 12, 2012 kl. 9:07 e.h. #

  Áhugaverðar pælingar hér í kommentakerfinu. Hægt er að setja út á framsetningu og fullyrðingar þessarar ágætu manneskju sem hefur ýmislegt til málanna að leggja varðandi heilsufæði versus venjulegt fæði. „Þeir sem aðhyllast lífrænt eru svo mannfjandlegir“ segir í einni athugasemdinni. Alhæfing sem eftilvill stafar af minnimáttarkennd. Vitaskuld er lífrænt fæði dýrt, en heldur ódýrt er að tengja neyslu þess við einhverja ímyndaða persónuleikaþætti í fari neytandans. Einnig er því haldið fram að Guð sé „löngu dauður“ það sé guðlegt að borða hollt. Þetta er mótsögn. Hvað ef guð hefur aldrei verið til, hvar stöndum við þá ? Erum við óguðleg að borða óhollustu sama hvaðan hún kemur ? Og hvaðan fær athugasemdasemjari þá vitneskju sína um að „guð sé löngu dauður“ ? Það þætti mér forvitnilegt að vita. Annars er enska kommentið mun röklegra. Niðurstaðan sem kemur þar fram er að ríkt fólk sé að innbyrða lífrænt fæði í þeirri von að það geri það betra en meðaljóninn. Þannig sé þetta lífræna fæði bara enn ein birtingarmynd stéttarskiptingar og ójöfnuðar. Það er allaveganna það sem ég les út úr þessum ásamt því draga þá ályktun að íslenska sé örugglega ekki móðurmál þessarar ágætu konu. Já og Guð er löngu dauður og getur því hvorki innbyrt lífrænt fæði eða hamborgara……

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out / Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out / Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out / Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out / Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: