Enn meira gos

21 Júl


Ég skipti við Jennifer Lopez. Sendi henni nokkra Sykurmola-bútlegga en hún sendi mér gos.

Snow white racinette (eins og rótarbjór útleggst á frönsku) er frá Kanada (St. Felix de valois í Quebec), kemur í dós og smakkast því dósalega og eiginlega eins og hann sé dáinn. Maður tekur sopa og finnst hann góður en svo kemur bragð eins og það sé dáið. Dálítið óferskt sem sé, en allt í lagi. Tvær stjörnur.

Úrvals rótarbjór kemur frá Johnnie Ryan verksmiðjunni í bænum Niagra Falls, NY. Hann er ljúfur, sætur og smá lakkrís-keimur af honum. Kannski ekki alveg í fremstu röð en traustur og fínn upp á þrjár stjörnur.

Ættingjar Bob Marleys viðast afa lagt blessun sína á gosframleiðslu í hans nafni. Nokkrar tegundir virðast til en ég smakkaði Marley’s mellow mood green tea. Ekki fann ég beinlínis fyrir návist meistarans í sopanum, sem var – eins og grænir te-gosdrykkir eru jafnan – vægur og máttlaus. Bara svona bragðlítið íste en alveg la la og dálítið sniðugt að troða ásjónu meistarans á flöskuna. Tvær stjörnur.

Í Melabúðinni fékk ég Fentiman’s Shandy. Fentiman’s verksmiðjan er í Hexham á Englandi og má fá ýmsa drykki frá þeim á Íslandi (t.d. í Melabúðinni og í heilsubúðinni við hliðina á Aðalvideóleigunni). Shandy heitir það þegar einhverju (t.d. sítrus-ávaxtabragði o.s.frv.) er blandað við bjór. Allskonar mix er til af þessu um víða veröld (wiki). Þrátt fyrir að Fentiman’s Shandyið sé 70% bjór og 30% sítróna er drykkurinn ekki áfengur. Einhverjum myndi þykja þetta slæmt en ekki mér. Það furðulega er að þessi drykkur smakkaðist hálf ógeðslega til að byrja með en varð svo alltaf betri og betri og endaði í heilum þremur stjörnum. Kreisí.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: