Handritin heim

19 Júl


Ég var í sælunni í sumarfríi á Ísafirði þegar Arnar Eggert hélt sinn feikivel plöggaða tónlistarmarkað í garðinum hjá sér. Ég lá slefandi yfir fréttum af þessu en komst ekki, sem er kannski eins gott því það er beinlínis ekki eins og mig vanti meiri tónlist heim til mín. Og þó.

Þegar ég tók kast fyrir svona 18 árum og seldi mest allan vinýlinn minn bar Arnar einmitt meirihlutann af honum út í kassavís.

Ég hafði verið hálfsturlaður plötusafnari og í nokkur ár forfallinn sjúklingur í ástralska og ný-sjálenska tónlist. Alveg keypt frá mér allt vit í gegnum ástralska og ný-sjálenska póstpantana-servisa og allt borgað með bankatékkum í pósti. Örugglega 200 plötur alls eða eitthvað. Nú eru handritin komin heim því ég fékk þetta allt aftur frá Arnari – heilu bunkarnir af algjörum nóboddíböndum sem enginn hefur heyrt um eins og The Butcher Shop, Exploding White Mice, Chad’s Tree, Olympic Sideburns, The Died Pretty, Box of Fish, The Wreckery o.s.frv. og svo eitthvað sem er kannski örlítið þekktara, t.d.  The Go-Betweens, The Triffids og The Chills. Sjitt, ég næ örugglega aldrei að hlusta á þetta allt plús alla tónlistina sem er alltaf að koma út. Arg! Djók, ég er alveg slakur.

Arnar seldi vel en á samt helling eftir. Hann ætlar að halda áfram mokstrinum í Kolaportinu núna á laugardaginn – þar verður síðasti séns til að komast í feitt. Hér er Facebook-síðan fyrir söluna.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: