Ein ömurleg, önnur ágæt

15 Júl

Friends with Kids er ömurleg mynd sem við gáfumst upp á löngu fyrir miðju. Ég hélt þetta væri í lagi, hún er í þessu aðalleikkonan í hinni frábæru grínmynd Bridesmaids, en svo var þetta algjört leiðindadrasl, öll samtölin drasl og framvindan klisja með klisjusultu í klisjusósu. Ég verð eiginlega bara fúll að hugsa um það hvað þetta er ömurleg mynd. Núll stjörnur.

Young Adult með hinni sannfærandi Charlize Theron er aftur á móti fín. Dálítið hipp og kúl en líka sorgleg og fyndin. Hið frábæra lag The Concept með Teenage Fanclub af hinni frábæru plötu Bandwagonesque spilar stórt hlutverk í myndinni og Diablo Cody, sem fékk Óskarinn fyrir Juno, skrifar handritið. Mæli með þessari mynd. Þrjár stjörnur (af fjórum mögulegum!)

3 svör til “Ein ömurleg, önnur ágæt”

  1. Hjalli júlí 15, 2012 kl. 1:25 e.h. #

    Skemmtilega niðurdrepandi mynd, Young Adult

  2. Stefan Sigfinnsson júlí 15, 2012 kl. 5:17 e.h. #

    Friends with kids fær nú 6,2 á imdb sem verður að teljast nokkuð gott

  3. Gauti júlí 16, 2012 kl. 12:38 f.h. #

    Sá einmitt Young Adult í gær líka. Enn ein fína ræman frá Jason Reitman þó hún toppi ekki Juno. Theron góð og feita fatlafólið skothelt í meðförum Patton Oswalt. Hafði einnig gaman af því a heyra í bakgrunni slagarann Low með Cracker sem ég hafði ekki heyrt í milljón ár.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: