Kanínuplága í Ellíðaárdal

15 Jún


Hjólaði að gamni mínu upp í Moggahöll í gærkvöldi, hring og til baka. Veður var eins og best gerist erlendis – a.m.k. í þeim löndum sem við „berum okkur saman við“. Fátt merkilegt bar fyrir augu, nema tveir fullur Króatar (þeir voru allavega í króatískum fótboltabolum) sem voru með læti milli akgreina á Miklubraut. Í Elliðaárdal sá ég svo fleiri kanínur en ég hef áður séð á einum stað, örugglega tuttugu stykki sem flatmöguðu á grasbletti í kvöldsólinni. Hinn hörmulegi myndavélasími náði þeim ekkert sérlega vel. Það kæmi mér ekki á óvart ef einhver myndi tala um kanínuplágu í þessu sambandi.

2 svör til “Kanínuplága í Ellíðaárdal”

  1. Óli Gneisti júní 15, 2012 kl. 9:14 e.h. #

    Ég hjólaði þarna framhjá í dag og sá þá meiraðsegja allavega einn unga. Þegar ég var þarna fyrir þremur árum (minnir mig) taldi ég yfir hundrað kanínur.

  2. Frambyggður júní 17, 2012 kl. 6:05 e.h. #

    Mér finnst þetta æðislegt.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: