Hjólaði að gamni mínu upp í Moggahöll í gærkvöldi, hring og til baka. Veður var eins og best gerist erlendis – a.m.k. í þeim löndum sem við „berum okkur saman við“. Fátt merkilegt bar fyrir augu, nema tveir fullur Króatar (þeir voru allavega í króatískum fótboltabolum) sem voru með læti milli akgreina á Miklubraut. Í Elliðaárdal sá ég svo fleiri kanínur en ég hef áður séð á einum stað, örugglega tuttugu stykki sem flatmöguðu á grasbletti í kvöldsólinni. Hinn hörmulegi myndavélasími náði þeim ekkert sérlega vel. Það kæmi mér ekki á óvart ef einhver myndi tala um kanínuplágu í þessu sambandi.
Ég hjólaði þarna framhjá í dag og sá þá meiraðsegja allavega einn unga. Þegar ég var þarna fyrir þremur árum (minnir mig) taldi ég yfir hundrað kanínur.
Mér finnst þetta æðislegt.