Kolabrautin og Elvis

11 Jún

Fyrir Elvis fórum við á Kolabrautin, hinn fína matsölustað í Hörpu. Ég verð nú að segja alveg eins og er að Munnharpan, kaffihúsið á 1. hæð, er ósjarmerandi og óspennandi og manni langar ekkert að koma þangað. Alltof mikill mötuneytisfílingur. Ef það væri almennilegt Kaffihús í Hörpu – jafnvel bara útibú frá Kaffitári – færi maður mun oftar og fengi sér kaffi í Hörpu.

En allavega, Kolabrautin er svaka fínt eðalveitingarhús. Var nú borið í mann hvílíkt eðalfæði. Fyrst eitthvað gúrkulaxasalat og allt í froðu og listrænu smágumsi. Næst ýmis spjót stungun í trédrumb. Þá silkimjúkt lambakjöt. Allt smakkaðist þetta alveg geðveikt vel. Svo eftirréttur sem var aðallega mangó og ekki var það minna geðveikt. Kolabrautin er sem sé svona geðveikt góður froðu og smágums-staður og næst þegar ég verð sæmilega efnaður fer ég aftur.

Elvis Costello var með 7 gítara á lager sem hann strömmaði hátt í 3 tíma og tók öll sín frægustu lög og mörg önnur. Í tveimur lögum var hann með undirspil á bandi sem var flott. Hann hamraði flygil í einu og ukulele í öðru. Svo flautaði hann svona snilldarvel. Alveg í Ómars Ragnarssonar klassa. Við vorum upp á 5. hæð og Lufsan var að drepast úr lofthræðslu. Maður fékk öfugan hálsríg að horfa svona mikið niðrá við. Elvisinn stóð sig glæsilega og hélt athygli allan tímann einn á sviðinu (ef undan er skilinn rótarinn sem var alltaf að sniglast þarna) með hattinn hallandi. Mörg laganna hans eru gamaldags og McCartney-leg, eins og t.d. A Slow drag for Josephine, en það var einn af hápunktum kvöldsins þegar hann tók það. Gott gigg!

2 svör til “Kolabrautin og Elvis”

  1. Ingi júní 11, 2012 kl. 12:53 e.h. #

    Hef ekki komið þangað en nafnið „Munnharpan“ er svo slæmt að maður fær óstjónlega mikkla löngun til að koma aldrei þangað.

  2. Stefán Þór Sigfinnsson júní 12, 2012 kl. 10:36 e.h. #

    Ekki langar mig að prófa kaffið þarna á Munnhörpunni. Illy kaffi er ekki gott og svo kann starfsfólkið greinilega ekki til verka. Miklu frekar að versla við fyrirtæki sem brennir sjálft sitt kaffi og styðja þar að leiðandi innlenda framleiðslu.

    Það er nefnilega hægara sagt en gert að þjálfa kaffibarþjón. Tekur a.m.k. 3 mánuði eða svo.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: