Elvis Costello og ég

10 Jún


Þá erða hinn stórfenglegi meistari Elvis Costello í Hörpu í kvöld. Ég hef einu sinni „séð“ Elvis áður. Þá var hann eitthvað að kíkja bakkstage á Bjarkar giggi sem Unun var að hita upp á. Gott ef það var ekki í Bournemouth. Ég þorði auðvitað ekkert að segja og ekki bætti fyrir að ég var í gifsi.

Elvis var auðvitað í nýbylgjupakkanum í denn, en maður var ekkert rosa mikið að hlusta á hann. Eiginlega bara stuðlagið Pump it up. Svo fyrir svona 15 árum tók ég hálfgert æði fyrir honum og þá aðallega fyrstu þremur plötunum, þeim hver öðrum betri My Aim is True, This years model og Armed Forces. Hlustaði á þær í hengla og byrjaði flesta morgna á að hlusta á Armed Forces. Það er eitthvað við fyrsta lagið, Accidents will happend, sem einhvern veginn keyrir mann í gang fyrir daginn. Prófaðu bara. Seinna fannst mér hann verða of fullorðinslegur fyrir minn smekk. Maður mætir samt á giggið með opnum hug.


Elvis var í pönktyggjóinu sem var selt í sjoppum í kringum 1980. Ég keypti nokkra pakka. Þetta var mjög ónákvæmt pönk. Þar sem Vibrators áttu að vera var mynd af Judas Priest og svo voru Kiss þarna. Kiss er ekki pönk!

2 svör to “Elvis Costello og ég”

  1. Ólafur Páll Gunnarsson júní 10, 2012 kl. 9:57 f.h. #

    Elvis er æði! Minni á Rokkland um Elvis í dag klukkan 4! Fókusinn einmitt á fyrstu þrjár plöturnar og upphaf ferilsins! Í seinni hlutanum (milli 5 og 6) stiklað á stóru yfir „fullorðinsárin“.
    PS. Ég á slatta af þessum punktyggjómyndum!

  2. Frambygggður júní 11, 2012 kl. 7:33 e.h. #

    Er pönk ekki bara einhver tíska?

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: