Eðal giggin framundan

1 Jún


Helgina 6-8. júlí verður haldið ofangreint hipstera-í-tjaldi fest á Rauðasandi fyrir Westan. Giggið var plöggað í Fréttablaðinu í dag.

KK band snýr aftur á Vagninn á Flateyri og spilar þar annað kvöld, 20 árum eftir að bandið kynnti plötuna Bein leið þar árið 1992. Þá var ég að vinna á Pressunni og var einn af þeim sem KK flaug með vestur á smárellu (ég með skítinn í buxunum náttúrlega). Ég skrifaði um ferðina og giggið. Kjartan Magnússon borgarfulltrúi var líka með sem blaðamaður Moggans og féll fyrir brandara sem Kommi sagði um homma sem hafði unun af því að troða hlutum upp í rassgatið á öðrum homma og láta hann giska á hlutinn. Klósettbursta? Mér er þetta í fersku minni.

Svo er Bjartmar að verða sextugur og heldur tónleika 16. júní í Háskólabíói. Gleði gleði!

Elvis Costello er í Hörpu 10. júní. Ég með miða og allt.

Svo eru það minningartónleikar í Þjóðleikhúsinu 7. júní kl 20 á vegum Minningarsjóðs Kristjáns Eldjárns gítarleikara: Bubbi Morthens, Páll Óskar, Jack Magnet, HAM, Þursaflokkurinn, Sykur, Ananas Organ Quartet, Víkingur Heiðar, Ragnhildur Gísladóttir, Margrét Eir, Kristjana Arngrímsdóttir, Jagúars og Engilbert Jensen, Stórsveit Samúels ofl ofl……
Miðasala á midi.is!

Eitt svar to “Eðal giggin framundan”

  1. Þórarinn Eldjárn júní 1, 2012 kl. 10:55 f.h. #

    Að ógleymdum minningartónleikum í Þjóðleikhúsinu 7. júní kl 20 á vegum Minningarsjóðs Kristjáns Eldjárns gítarleikara:
    Bubbi Morthens, Páll Óskar, Jack Magnet, HAM, Þursaflokkurinn, Sykur, Ananas Organ Quartet, Víkingur Heiðar, Ragnhildur Gísladóttir, Margrét Eir, Kristjana Arngrímsdóttir, Jagúars og Engilbert Jensen, Stórsveit Samúels ofl ofl……
    Miðasala á midi.is og leikhusid.is

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: