Rokk í Reykjavík 2.0 í kvöld!

24 Maí


Hið mikla Rokk í Reykjavík 2.0 er í kvöld á Gauknum (sem hét Sódóma þar til nýlega, en reyndar Gaukurinn þar áður. Meira ruglið alltaf með þessi skemmtistaðanöfn). Belginn Wim Van Hooste stendur að skrallinu í tilefni af 41 árs afmælis sjálfs síns og 30 ára afmæli Rokks í Reykjavík. Öllum framkomandi er skylt að taka lag úr myndinni en öfugt við það sem stendur í Fbl í dag tekur Dr. Gunni ekki Bruna BB heldur pöbbarokkast á Raflosti Egós. Að öðru leiti tökum við bara lög af tímamótaverkinu Stóra hvelli. Þetta verður drullustuð. Prógrammið er svona sallafínt, eða svohljóðandi:

20:00 Rimur
20:05 Sudden Weather Change
20:40 Mordingjarnir
21:15 Æla
21:50 Hellvar
22:15 Break: Video Competition Winners – Small talk by Wim Van Hooste
22:30 Mosi Frændi
23:05 Dr. Gunni
23:40 Q4U
00:15 Fræbbblarnir
01:00 End

Skyldumæting!

4 svör to “Rokk í Reykjavík 2.0 í kvöld!”

 1. gudrunaegis maí 24, 2012 kl. 11:48 f.h. #

  Gaman að þessu. Og eru virkilega heil þrjátíu ár frá Rokki í Reykjavík? Lyginni líkast. Hjartanlega sammála varðandi óþolandi nafnaskiptingar skemmtistaða.

 2. Stefán Þór Sigfinnsson maí 24, 2012 kl. 2:59 e.h. #

  Usss hver nennir að mæta á meðan Eurovision er í gangi

  • drgunni maí 24, 2012 kl. 4:49 e.h. #

   Eurov er búið fyrir 10. Þá er allt að gerast á Gauknum.

   • Grímur Atlason maí 24, 2012 kl. 7:52 e.h. #

    Maður svarar ekki Júróvisjón kommentum í tengslum við þetta. Maður skyrpir – það pönk!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: