Geðveik rýmingarsala og 3 lög!

18 Maí

Hér koma nokkur gleðitíðindi fyrir tónlistarunnendur:


Trausti, Steinn og Tóta verða með rýmingarsölu í Kolaportinu um helgina og eins og sjá má hér að ofan borgar sig að mæta með nóg af monnípening því margt flott verður í boði fyrir músíkgeggjara. Skyldumæting!


Just Another Snake Cult – Birds Carried Your Song Through The Night
Þórir í Just Another Snake Cult heldur áfram að gera góða hluti. Hans nýjasta plata er 6-laga EP þar sem hann er í minimalíska draumapoppinu og Twin Píks-aður áðí. Hann ætlar með syntann á túr um Cal þar sem hann býr. Meira á síðunni hans.


Elín Helena – Raunsæ rómantík
Frá þessu popppönkbandi kom fréttatilkynning og nýtt lag! – Pönksveitin Elín Helena hefur undanfarið verið önnum kafin við upptökur á sinni fyrstu breiðskífu, en sveitin sendi frá sér örskífuna Skoðanir á útsölu árið 2003. Fyrsta lagið sem Elín Helena sendir frá sér, Raunsæ rómantík, er þegar farið að hljóma á X-inu. Auk þess mun hljómsveitin leika vel valin lög af væntanlegri breiðskífu á Reykjavík Live Festival, Keflavík Music Festival og hinu margrómaða Eistnaflugi.


Útidúr – Grasping for Air
Allt að gerast hjá Útidúr. Það kom fréttatilkynning með nýja laginu: Hljómsveitin Útidúr sendi frá sér nýtt lag á dögunum. Það er af komandi plötu Útidúrs sem verður í hressari kantinum en stefnt er á að platan komi út í byrjun sumars. Lagið heitir “Grasping for air” en það er endurtúlkun á laginu “Grasping for thoughts” af fyrstu plötu sveitarinnar “This Mess We’ve Made” sem kom út árið 2010. Þetta er fyrsta lag hljómsveitarinnar þar sem meðlimir Útidúrs sjá alfarið um upptökur og hljóðblöndun lagsins. Mastering var hins vegar í höndum Birgis Jóns Birgissonar í Sundlauginni.
Hljómsveitin hefur upp á síðkastið staðið í upptökum á nýju plötunni og æft fyrir komandi tónleikaferðalag, en hljómsveitin heldur til Kanada í lok maí. Þar mun Útidúr fylgja kanadísku hljómsveitinni Brasstronaut þvert yfir Kanada og spila á alls 20 tónleikum á 27 dögum. Útidúr mun kveðja Ísland með tónleikum á skemmtistaðnum Faktorý 27. maí, daginn fyrir brottför. Auk Útidúrs mun hljómsveitin Úlfur Úlfur og Baku Baku koma fram.

5 svör to “Geðveik rýmingarsala og 3 lög!”

 1. Grímur Atlason maí 19, 2012 kl. 12:15 e.h. #

  Mér finnst þú barasta ekkert tala um snilldina sem Dr. Gunni gerði út á Granda fyrir stuttu og hvað sé væntanlegt á Gauknum!

 2. Frambyggður maí 20, 2012 kl. 9:00 e.h. #

  Voru tónleikar á Granda?

 3. Frambyggður maí 20, 2012 kl. 9:04 e.h. #

  Vilja ekki einhverjir kjúklingaframleiðendur styrkja þetta, auglýsing í Af litlum neista…!? Verður ykkar útgáfa af Bruna BB flutt á Gauknum?

  • drgunni maí 21, 2012 kl. 6:20 f.h. #

   Æfingin var á Granda. Nei, við tökum ekki Bruna BB læf!

Trackbacks/Pingbacks

 1. Átta í einu « DR. GUNNI - september 26, 2012

  […] heilabúið á bakvið hina frábæru síðsækadelísku sveit Just Another Snake Cult, sem kom sem kunnugt er með plötuna Birds Carried Your Song Through The Night í vor. Nú er komin remix plata sem […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: