Allir brjálaðir í Dr. Gunna

3 Maí

Eins og komið hefur fram mun hljómsveitin Dr. Gunni leika og syngja örfá lög á Gauki á Stöng þann 24. maí. Þetta verður spaðalegt gigg, Rokk í Reykjavík 2.0. Allskonar annað stórfenglegt treður upp að auki. Lesið betur um þetta hér.

Meðlimir hljómsveitarinnar sitja ekki auðum höndum og bíða eftir rokkinu. Þeir halda á sér hita með því birta harðorðar greinar. Trommarinn er alveg brjálaður út í fyrirkomulag bókabúða á Íslandi og þetta ávísun á bók-dæmi sem er bara Arion-banki að láta peninga ganga í hring. Hann skrifaði grein sem hann kallar Vika bankabókarinnar.

Bassaleikarinn er brjálaður út (helvítis) kvódann. Hann skrifar grein sem hann kallar Frumvarpið sem drap ríkisstjórnina. Það er ekki fögur lesning um þetta skítakerfi.

Þá vantar bara að ég og Gummi taki trylling út í eitthvað. Ég veit ekki með Gumma en ég er helst á því að taka trylling á það hvað fólk eru miklir fávitar í umferðinni og gefa aldrei stefnuljós og stoppi aldrei fyrir manni þegar maður er að fara yfir gangbrautir. Heyriði það þarna skítapakk! Hættiði svo að tala í farsímana undir stýri og farið að haga ykkur eins og fólk.

6 svör to “Allir brjálaðir í Dr. Gunna”

 1. bugur maí 4, 2012 kl. 12:09 f.h. #

  …geturu ekki tekið trylling út á það hvað það sé gaman að hafa haldið út okursíðu, og hinu, að auglýsa Kost?

  • drgunni maí 4, 2012 kl. 5:40 f.h. #

   Mér sýnist þú búinn að taka trylling út í það. Áfram Kostur – ú á okur!

 2. Helgi Helgason maí 4, 2012 kl. 7:36 f.h. #

  Engir midar fyrir 24? Bara maeta og styrkja um 1000kr samkv heimasídunni. Helv – var búinn ad kaupa mida í leikhús thetta kvold.

 3. drgunni maí 4, 2012 kl. 10:17 f.h. #

  Metþáttaka í þessu ávísanadæmi. Tómt rugl í trommaranum, segja menn!

 4. Frambyggður maí 7, 2012 kl. 10:24 e.h. #

  Eruði til í að taka smá útitónleika eins og í garðinum hjá plötubúðinni þarna í denn?

 5. Frambyggður maí 7, 2012 kl. 10:29 e.h. #

  Og þvílík geðbilun að covera Bruna BB. Get ekki beðið eftir að hlusta á þetta!!!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: