Píkur og skór til forna

21 Apr


(Pia Frils Jensen árið 1973. Smellið á mynd til að stækka)
Fletti í gegnum heildarútgáfu Samúels (1971-1984) í leit að myndefni fyrir STUÐ-bókina. Ég hef því séð loðnar píkur til að endast mér út árið. Og satt að segja finnst mér loðnar píkur miklu meira eins og píkur eiga að vera heldur en nauðrakaðar píkur nútímans. Þær eru satt að segja hálfgerð ónáttúra og viðbjóður. Í alvöru, eru ekki allir komnir með leiða á þessu skinkulúkki? Þessari fótósjoppuðu neyzluhyggju sílikon ljósabekkja úrkynjun? Þessari nautheimsku útlitsdýrkun? Ég held að óheftur hárvöxtur sé það sem koma skal. Sílíkonfylltir sköllóttir píkubarmar og aflituð rassgöt eru búnir að vera nema hugsanlega á Grensásveginum.

Ég horfði á fyrsta þáttinn af sjónvarpsþættinum Girls, sem hefur verið lýst sem „Sex in the city – the next generation“. Þetta er ágætis stöff og frábærast að fólkið í þættinum er ekki fótósjoppað og alveg með hold utan á sér og svona. Eðlilegt. Ekki skinkað. Þetta gefur smá von um að eðlilegt sé að verða inn.

Kannski ekki samt. Kannski eru „allir“ bara fastir í þrældómi skinkismans. Kannski verða loðnar píkur aldrei inn aftur frekar en skórnir sem voru auglýstir í sama tölublaði og hún Pia hérna að ofan birtist í árið 1973. Baðaðu augum yðar upp úr þessu!

(Smellið á mynd til að stækka)

Hér er nýtt videó með The Flaming Lips. Sé ekki betur en það sé allt au naturel þarna.

UPPFÆRT: Svipuð skótíska mun nú vera komin aftur, a.m.k. í KRON KRON þar sem svona skór kosta vikulaun verkamanns (ef ekki meir).

6 svör to “Píkur og skór til forna”

 1. Gústi apríl 21, 2012 kl. 9:43 f.h. #

  Tískan fer í hringi. Er eiginlega sammála þér í sambandi við allan þennan rakstur. Það má hinsvegar alveg snyrta runnann, bæði karlar og konur. 😀

 2. Páll apríl 21, 2012 kl. 9:55 f.h. #

  Nú hef ég horft á þessa í hálftíma.

  MMMMMMMMMMMMMMMMMMM.

 3. Helgi Viðar apríl 21, 2012 kl. 1:14 e.h. #

  Er þá ekki „Vintage“ bara málið fyrir þá sem eru með loðinn smekk?

 4. Páll apríl 21, 2012 kl. 3:07 e.h. #

  Sjálfsögðu. En ekki hvað.

 5. Frambyggður apríl 22, 2012 kl. 5:25 f.h. #

  Þessir skór fara ábyggilega að detta inn aftur, þróunin er í þessa áttina. Klunnalegt tekk-lúkk. Mikill fjársjóður svona gamlar auglýsingar fyrir skófetistana.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: