Rúst á Smáþjóðaleikunum

12 Apr

Hljómsveitin Of Monsters and Men er búin að selja 55 þús eintök af plötu sinni á einni viku í Ameríku og spilar nú á hverjum smekkfullum klúbbinum á fætur öðrum. Þetta er auðvitað stórglæsilegur árangur. Platan fór í 6. sæti á Billboard listanum, en hærra hefur íslensk plata ekki komist á þeim lista, hvorki plötur með Sigur RósBjörk.

Hæpið er þó að hafa sæti á vinsældarlistum til sanninda um frægð og frama hljómsveita. Bæði Máni Svavars og Alda hafa til dæmið farið með eigin lög hærra á vinsældarlista í Englandi en Björk og Sigur Rós. Máni með Latabæjarlagið í 4. sæti 2006 og Alda með Real Good Time í 7. sæti 1998. Björk fór að vísu með It’s Oh So Quiet í 4. sætið 1995, en það er ekki lag eftir hana. Hæst komst hún svo með eigið lag, næsta síngúl, Hyperballad, í 8. sæti 1996.

Hvernig sem á það er litið erum við allavega að gera miklu betri hluti í poppinu en Lúxembúrg og Malta. Við erum gjörsamlega að rústa Smáþjóðaleikunum í poppinu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: