Bestu auðmennirnir 2007

11 Apr

Mótmælandinn Óli Björn rifjar upp einn af hápunktum 2007-blaðamennskunnar þegar ég og nokkrir aðrir álitsgjafar vorum fengin til að skera úr um hver væri „Besti auðmaðurinn“. Óli vill láta þetta líta út eins og við höfum verið slefandi ofan í kokið á peningakörlunum fyrir hrun en svo snúist á punktinum eftir hrun. Ég bloggaði um þessa blaðagrein 17.10.2008 í framhaldi af því sem Eiríkur Örn Norðdahl skrifaði um málið. Hann hafði neitað að taka þátt í þessu en ég sendi inn svör.

Svona var bréfið sem kom frá Fréttablaðinu:

Bentu á þann sem að þér þykir bestur …
Hver er besti auðmaður Íslands? 

Jón Ásgeir Jóhannesson
Jóhannes í Bónus 
Björgólfur Thor
Björgólfur eldri
Lýður og Ágúst Guðmundssynir – Bakkarvararbræður 
Ingibjörg Pálmadóttur og Lilja Pálmadóttir 
Sigurður Pálmason 
Hannes Smárason
Ólafur Ólafsson 

NEFNA SKAL ÞRJÁ EFTIRLÆTISAUÐMENNINA OG META ÞÁ EFTIR EFTIRFARANDI ÞÁTTUM:
Gott að fá einhver rökstuðning með valinu. Kvót sem birt verða með. 

a) Stíll og ásjóna
Klæðnaður og útlit. Hvernig er fatastíll þeirra. Hafa þeir gott sjónvarpsútlit (a la Kennedy til dæmis). Hvernig bera þeir sig og hafa þeir góðan smekk?

b) Hegðun og framkoma
Þennan þátt má meta eftir því til dæmis hvernig auðmennirnir koma fyrir á opinberum vettvangi. Eru þeir orðheppnir? Hvaða einkunn gefurðu þeim fyrir góðverk sín? Hvernig koma þeir fyrir  í viðtölum? Hvernig hafa þeir þeir hagað sér í viðskiptalífinu – sem sjentilmenn eða óþokkar? 

c) Munaður og lúxus
Hver á flottustu bílana og kann best að nýta sér lífsins lystisemdir? Hver á flottustu flugvélarnar og húsin? Hver lifir öfundsverðasta munaðarlífinu? 

Þetta var svona „hringt í marga“-efni eins og vinsælt var og er að gera. Eiríkur Örn neitaði að taka þátt í þessu, en ég er alltaf svo góður og eiginlega á því að gera alltaf allt sem fjölmiðlar biðja mig um. Ég hef meira að segja verið í blaði Heimdellinga for kræin át lád. Því skrifaði ég til baka:

Er þetta nokkuð bundið við þessa 9 í viðhenginu? Þetta er náttúrlega allt saman hundleiðinlegt, óáhugavert og glatað pakk en ef ég hef frjálsari hendur en þessa 9 þá get ég eflaust týnt eitthvað til.

Ég fékk svar til baka og mátti fara út fyrir rammann. Þegar á reyndi nennti ég því ekki og sendi þessar niðurstöður inn:

1. Jóhannes í Bónus er ,,besti auðmaður Íslands” af því hann var einu sinni venjulegur maður og virðist muna eftir rótunum og rækta sambandið, t.d. með því að birtast annað slagið í búðunum og raða klósettpappír. Af því sem maður hefur heyrt er hann mjög alúðlegur við starfsfólk og heilsar öllum en strunsar ekki framhjá því eins og sonurinn á að gera. Að auki er Jóhannes óhræddur við að segja skoðanir sínar, kaupir sér jafnvel heilsíður ef honum liggur sérlega mikið á hjarta.

2. Björgólfur eldri er næst bestur. Man tímana tvenna og er því nokkuð niðri á jörðinni. Ef maður sér hann út á götu er hann iðulega brosandi og virðist heilsa öllum. Svo er hann nokkuð galsafenginn í klæðaburði og minnir einna helst á Willy Wonka.

3. Bjarni Ármanns fær brons. Hann á óvenjuleg áhugamál (útsaum og rokksöng) og ber með sér það fas að vera nokk sama hvort hann sé auðmaður eða ekki. Honum er alveg trúandi til þess að gefa skít í þetta allt saman einn daginn og ganga til liðs við jógakölt.

Ég get svo sem alveg staðið við þetta. Nema kannski með Bjarna ræfilinn. Ég held hann sé ekkert kominn í jógakölt út í Noregi.

5 svör to “Bestu auðmennirnir 2007”

 1. sigurfreyr apríl 11, 2012 kl. 9:04 f.h. #

  Já þú getur alveg verið sáttur við þetta. Sleppur bara vel frá þessu! Sjálfur hefði ég valið Jón Ásgeir því hann var með sítt að aftan, eins og vinur minn Herbert Guðmundsson, gekk alltaf í svörtum fötum (svipaðan fatastíl og ég), svo var nú einkaþotan hans ekkert smá flott, hönnunin á henni og snekkjunni var listaverk í design. Það hefur reyndar ekkert breyst. Hann er ennþá langflottasti útrásarvíkingurinn!

  • drgunni apríl 11, 2012 kl. 9:28 f.h. #

   Ég er svo sem ekkert að reyna að sleppa við einhvern gamlan skít. Get alveg tekið á mig að hafa verið dáleiddur eins og restin af þjóðinni. Get auðvitað bitið mig í handarbökin núna yfir að hafa ekki verið nógu harður á móti þessu drasli öllu. En maður vildi náttúrlega ekki vera stimplaður leiðindapúki og fýlukall… „Sjáið þið ekki veisluna?“

 2. Zverrir Zullenberger von Bónuss apríl 11, 2012 kl. 1:28 e.h. #

  Mótmælandinn úr golfkúlubyltingunni skilur greinilega ekkert í því að þú hafir ekki séð í gegnum smínk-facility auðrónanna. Á þessum tíma stóðu s.k. greiningardeildir bankanna og öll fínu og traustu endurskoðunarfyrirtækin á haus við að fegra bókhaldið.

  Það er langt seilst hjá mótmælandanum að ætla þér og öðrum að hafa séð í gegnum taumlausan áróðurinn sem hnefaréttur peninganna dældi yfir alþýðuna á þessum tíma (og gerir enn á Mogganum, Fréttablaðinu og á Bláskjá).

  Annars, mikið væri gott ef 365 steipan hætti að lesta þessu rusli sínu, sem þeir kalla Fréttablaðið, inn í andyrið hjá mér. Þeir vaða inn hjá fóki í leyfisleysi með borvél og skrúfa sig fasta. Svo er nefskatturinn fyrir þetta helvíti falinn í álagningunni á kornflexinu sem maður þarf að éta til að komast í gang á morgnanna.

Trackbacks/Pingbacks

 1. Bestu álitsgjafarnir | DR. GUNNI - desember 23, 2013

  […] – áhrifamestu konu landsins, fegursta Íslendinginn,  bestu/verstu bókakápuna, jafnvel bestu auðmennina… Svo fór niðurstaðan eftir því hvern maður fékk í þetta. Svona tékk voru oftast […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: