Kína á Bíldshöfða

30 Mar


Þetta er hann Aron Wei Quan, sem fluttist með foreldrum sínum til Íslands þegar hann var 7 ára. Foreldrarnir unnu á ýmsum kínverskum veitingahúsum hér, en áttu alltaf drauminn um að opna eigin stað. Nú hefur draumurinn ræst á Bíldshöfða, þar sem fjölskyldan  rekur Fönix veitingahús (á Facebook). Pabbi er í eldhúsinu, mamma þjónar til borðs og sonurinn er framkvæmdarstjóri og allskonar. Honum þótti upplagt að bjóða mér að borða í von um bloggplögg, sem er auðvitað eitthvað sem alvöru gagnrýnendur myndu aldrei láta bjóða sér.

Nú, það var svoleiðis dælt í okkur feðgana. Dagbjartur fékk djúpsteiktar rækjur með súrsætum og hrísgrjónum og át á sig gat. Hann hefur aldrei fengið svona góðar djúpsteiktar rækjur áður, sagði hann. Ég fékk fyrst Hun Tun súpu, sem er þynnra afbrigði dumplings. Fínt. Næst fékk ég hálfan skammt af Cumin lambi með grænmeti, sem var nokkuð gott, en svo toppaði síðasti rétturinn þetta allt, marineraður Kung pao kjúklingur með cashew hnetum. Vægast sagt hrikalega góður.

Staðurinn er á Bíldshöfða 12, í næsta húsi við American Style. Þetta er nú frekar óhrjálegt iðnaðarhverfi og er staðurinn vinsæll í hádeginu hjá fólkinu sem vinnur þarna í kring. Það er líka opið til á kvöldin frá 17-21 og á laugardögum á milli kl. 12-21. Mjög sniðugt að bregða sér þarna vilji maður fyrsta flokks kínamat á fínu verði (geðveiki kjúklingarétturinn kostar 1.490 kr). Matseðillinn er á Facebook. Takk fyrir mig!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: