Átta drykkir

27 Mar


Þegar þú heyrir orðið „lífsstíll“ í sambandi við eitthvað, er það yfirleitt merki um rugl. Ég er handviss um að ég las það einhvers staðar að það væri „lífsstíll“ að drekka Aloe Vera drykki og einu sinni var alltaf talað um að það væri „lífsstíll“ að eiga mótorhjól. Jú vissulega má segja að það sé „lífsstíll“ að vera í mótorhjólasamtökum, en fjandinn hafiða: Að drekka Aloe Vera drykki..!?

Aloe Vera hefur maður hingað til borið á brunasár, en nú er sem sagt hægt að drekka það líka. OKF Aloe Vera Goja berry er sagður með goja berjum, en goja ber (sem ég hafði aldrei heyrt minnst á fyrir svona einu ári) er svokallað súperfúdd og það er „lífsstíll“ að borða súperfúdd enda er svo mikið af „andoxunarefnum“ í súperfúddi.

Rétt. Hafði heldur ekki heyrt um „andoxunarefni“ fyrir svona 2 árum.

Merkið (OKF) sé ég ekki betur en að eigi uppruna í Kóreu og drykkirnir eru náttúrlega fokdýrir út úr búr hér. Gojað smakkast eins, en þó betur, og sterkt blandaður Egils djús. Svo eru gelkögglar í þessu eins og eru oft í exótískum drykkjum sem maður fær í asíubúðunum. Þetta er ábyggilega rosa hollt. Tvær stjörnur. Smakkaði líka með Aqui-berjum (annað súperfúdd og andoxunarefnaríkt). Þessi var ekki með kögglum en smakkaðist svipað. Tvær stjörnur líka.


Snillingur hráfæðissins (sem er „lífsstíll“), hún Solla stirða er að gera góða hluti í gosinu. Hún hefur verið með einn besta engiferdrykk landsins í nokkur misseri og bætti  nýlega við tveimur sortum. Límonaðidrykkurinn er ágætur, en með þessu hola heilsubragði sem spilltur tranturinn á mér ber ekki gæfu til að njóta í botn, enda svo mengaður af sykri og bragðefnum.  Tvær stjörnur á límonaðidrykkinn (svo er „límonaði“ líka svo flott orð og kallar fram hugar-myndir af amerískum krökkum að selja límonaði á götum úti við trékassa). Appelsínudrykkurinn er verri, bragðdaufari og til hvers þarf maður svona þegar maður hefur Egils Appelsín? Ein stjarna.


Í hinni frábæru kjötbúð Pylsumeistarinn á Hrísateigi fékk ég pólska drykkinn Tymbark. Hann er líka seldur í besta kaffihúsi landsins, C is for cookie. Þessi er með kirsuberja/epla-bragði og er nokkuð fínn. Samt ekki nógu fínn til að fá meira en tvær stjörnur. Kona frænda míns er frá Brasilíu og færði mér drykk þaðan, Mate Couro. Þetta er einn af vinsælustu drykkjum Brasilíu, en sá allra vinsælasti heitir Guaraná Antartica og er ekki eins góður og þessi. Mate Couro er með undarlegu bragði einhvers staðar á milli Sprite og ávaxtadrykkjar, svalandi og góður. Þrjár stjörnur á hann.


Að lokum tveir drykkir sem ég fékk í nýju uppáhaldsbúðinni minni,  Heilsubúðinni Góð heilsa gulli betri á horni Klapparstígs og Njálsgötu. Þarna fékk ég lang besta engiferdrykk sem ég hef keypt á Íslandi, Belvoir Fruit Farms Organic Ginger Beer. Gríðarlega gott bragð og alveg mátulega sterkt, ekkert vatnssull. Mmm… algjör toppklassi! Fjórar stjörnur! (sem bæ ðe vei er það hæsta semn hægt er að „fá“ á þessari síðu). Hinn drykkurinn er Fentiman’s Rose Lemonade, enskt rósablaða-límonaði, hvorki meira né minna. Hvernig í helvítinu smakkast rósarblöð, hugsaði ég efins um ágætið. Svar: Eins og súrara Sprite. Vonbrigði. Ein stjarna.

2 svör to “Átta drykkir”

  1. Heida Hellvar mars 27, 2012 kl. 5:08 e.h. #

    rosalega þarf ég að smakka rósablaðagosið! Ég er með smekk fyrir smá súru og ekki sykruðu gosi. Mér fannst líka límonaðið hennar sollu bara næstum fullkomið, og mun betra en sprite eða 7up. Ég á greinilega leið í heilsubúðina sem fyrst.

  2. grandmu mars 29, 2012 kl. 9:22 f.h. #

    Gaman að sjá að þér hafi líkað við Mate Couro en þetta Mate er nokkurs konar te sem er mikið drukkið í suður hluta S-Ameríku og verður örugglega næsta lífstíls „superfood“ æðið sem hellist yfir okkur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: