538 ára gamalt rokk

21 Mar


Síðan ég gerði hér lista yfir giggin framundan hafa tveir gamlingjar bæst við. Því er kominn tími á öppdeit:

21.4 – 10cc – Graham Gouldman er 65 ára

16.5 – Manfred Mann’s Earth Band – Manfred Mann er 71 árs

18.5 – James Taylor er 64 ára

27.5 – Bryan Ferry er 66 árs

10.6 – Elvis Costello er 57 ára (barnið í hópnum)

22 og 23.6 – Jethro Tull – Ian Anderson er 64 ára

10.8 – Tony Bennett er 85 ára (jafn gamall pabba mínum og Hugh Hefner)

17.10 – Don McLean er 66 ára

Átta gigg með samtals 538 ára gömlum körlum. Almennilegt!

Ef einhver vill bæta í þennan glæsilega flokk sting ég upp á Billy Joel. Hann er meistari! Svo myndu nú Ringo og McCartney fylla hvaða kofa sem er.

Ég hef aldrei verið sérstaklega æstur í nýjustu viðbótina, hann Bryan Ferry, en örlí stöffið með Roxy Music var samt alveg dúndurgott. Nýjasta platan hans Olympia hefur reyndar verið að fá svaka fína dóma – “Ferry’s finest in 30 years” (BBC), “Supernatural” (GQ), “Confident & remarkably fresh sounding” (Pitchfork), “An an elegant celebration of sexual tension” (Rolling Stone), “Ferry continue’s to smoulder” (Mojo), “A sensuous concoction … that has the luxurious timelessness of classic Ferry” (The Daily Telegraph), “It’s … vintage Ferry” (The Washington Post), “his most experimental deliriously Roxy-ish recordings in decades.” (FILTER), “One of Ferry’s best” (Q), “Olympia is the essence of Ferry (…) The coolest man in pop” (The Sunday Times) – svo maður skellir sér kannski bara.

6 svör to “538 ára gamalt rokk”

 1. Kristinn Pálsson mars 21, 2012 kl. 7:38 f.h. #

  Gamlir karlar tryggja þekkingu, reynslu og þjónustu. Þegar helgimyndir eins og Bryan Ferry sækja okkur heim, þá á maður bara að hneigja sig í lotningu og ná sér í miða við fyrsta tækifæri…

 2. Heida Hellvar mars 21, 2012 kl. 2:31 e.h. #

  sammmála Kristni! Ég er að hneigja mig í lotningu as we speak!

 3. Höddi mars 21, 2012 kl. 11:15 e.h. #

  Hvað með „Dinkinn“ ? Engilbert Humperdink,
  hann heldur enn háu tónunum,
  þó kominn vel á áttræðisaldur.

 4. Viðar Jensson mars 22, 2012 kl. 11:10 f.h. #

  Efstir á lista eldriborgara sem ég myndi vilja sjá t.d. í Hörpu væru Neil Young og svo auðvitað Cohen. Báðir myndu myndu fylla Hörpuna mörgum sinnum.
  Eini sem ég er búinn að kaupa miða á af listanum er James Taylor en ég var reynar búinn að kaupa á Costello en varð svo full með aðra dagsetningu að ég fékk endurgreitt.

 5. Steini. mars 22, 2012 kl. 3:23 e.h. #

  Status Quo og ég mæti

 6. Frambyggður mars 23, 2012 kl. 2:03 f.h. #

  Ég vil fá Chuck Berry! Chuck Berry Chuck Berry!!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: