Klútar og þögn

19 Mar


Þá er Eurovision-lagið komið á ensku (sem er fúlt) og myndbandið tilbúið. Mér datt strax í hug myndbandið og lagið sem við gerðum með Rúnna Júl, Hann mun aldrei gleym’enni, því í báðum eru menn að hlaupa á eftir konum úti á landi (hjá okkur er hún reyndar ósýnileg) og að væflast eitthvað með klút. Ég tek þessu sem homage.

Hjá Grétu og Salóme vekur líka athygli að það er komin dramatísk þögn í næstum því 20 sekúndur, frá 2:11 – 2:29, sem ég ætla rétt að vona að verði ekki með í læf-útgáfunni. Það er nefnilega vísindalega sannað að þagnir í popplögum eru til trafala. Get bent á lagið The Little Girl I Once Knew með Beach Boys, sem kom út á smáskífu í kjölfar smellsins California Girls, en fékk enga spilun og er aldrei spilað á svona Gull fm stöðvum af því það eru svo skrítnar þagnir í því.

Kannski eru hlustendur samt opnari fyrir þögninni í dag. Hvað veit ég?

3 svör to “Klútar og þögn”

  1. Ingimar mars 19, 2012 kl. 3:23 e.h. #

    Svo eru nú svo sem til lög líka þar sem það besta við þau er einmitt þögnin. Eins og raunin var með Garbage lagið Supervixen.

    • drgunni mars 19, 2012 kl. 3:39 e.h. #

      Sammála með það lag. Rosa flott digital klín þögn.

  2. Steinunn Inga mars 19, 2012 kl. 9:32 e.h. #

    Var þetta klútur sem kom svífandi? Hélt það væri klósettpappír.

Færðu inn athugasemd