Eitthvað skemmtilegt í Eurovision?

13 Mar


Nú hrannast inn lögin í næstu Eurovision-keppni (haldin 22-26 maí). Í þessari 57. keppni sögunnar verður okkur að vanda boðið upp á ýmis ódauðleg meistaraverk, samtals 42 í ár. Öll lögin hafa verið tilkynnt, nema fjögur, þeirra á meðal er breska lagið sem Engilbert Hömpferdink ku syngja.

En er eitthvað af þessu drasli almennilegt? Jafnvel skrýtið og furðulegt? Eitthvað þokkalega sniðugt rugl er í gangi þarna að vanda. Alltaf einhverjir sem leggja flipp á borð.

Ömmur hafa stundum komið fram í keppninni, sbr. „ömmuna með trommuna“. Rússar eru í ömmustuði í ár og senda ömmuhópinn Buranovskiye Babushki og súrflippað ömmuteknó. Er hér eflaust kominn elsti sönghópur keppninnar frá upphafi. Ömmurnar komast eflaust langt, enda fátt krúttlegra en ömmur í þjóðbúningum. Svo er náttúrlega bannað að niðurlægja eldri borgara á opinberum vettvangi og ekki spillir fyrir að þær eru að safna fyrir kirkju með þessu öllu saman. Meira um ömmurnar á BBC.

Svissarar senda rokklag sem hljómar eins og Euroshopper-útgáfan af Franz Ferdinand og söngvara með kartöfluhreim á enskunni.


Ísraelar senda aldrei þessu vant ágætis popprokkara, sem er bæði katsí og semí kúl. Hafa að auki gert svona ljómandi gott sirkusmyndband. Hljómsveitin heitir Izabo og hér að ofan er mynd af henni.

Djísös kræst, Írar senda aftur púðluhundatvíburana á spítti, Jedward og verra lag en síðast en sama hárið. Eru engin takmörk fyrir ruglinu?

Frá Hollandi kemur indjánastelpa með ágætis krúttpopp.

Georgía sendir extra fíflalegt lag, I’m a Jocker, sem er svo fíflalegt að ég á ekki orð.

Annað heyrist mér vera hefðbundin undanrenna.

2 svör to “Eitthvað skemmtilegt í Eurovision?”

  1. Óskar P. Einarsson mars 13, 2012 kl. 10:57 f.h. #

    Nú er ég kominn með „I’m a Jocker“ á heilann og kann ég þér „þakkir“ fyrir það. Mikið ætla ég að vona að Young Gods mæti óvænt á svæðið og drekki þessum ógeðum frá Sviss í 30 mínútna hávaða…

  2. Stefán Þór Sigfinnsson mars 13, 2012 kl. 11:35 f.h. #

    Loreen rústar þessu fyrir Svíþjóð

    Ekki heyrt flottara lag í Söngvakeppninni í yfir 10 ár.

    Næst sendum við síðan Gus Gus

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: