Ríó tríó

7 Mar


Strákarnir í Ríó tríó slógu svo rækilega í gegn eftir sjónvarpsþátt árið 1968 að Jón Þór Hannesson, sem sá um sjónvarpsupptökurnar, gaf út 4-laga litla plötu með þeim á hljómplötumerkinu Hljómplötuútgáfan H.U. Sagan um upptrekta karlinn var spilað mest í útvarpinu.

Ríó tríó – Sagan um upptrekkta karlinn

Tríóið – Kópavogsbúarnir Helgi Pétursson, Ólafur Þórðarson og Halldór Fannar – hafði byrjað með sitt þjóðlagapopp 1965 en þá voru strákarnir 16 og 17 ára. Eftir fyrstu plötuna hafði Fálkinn samband og bauð samning. Næstu árin kom út heill haugur af Ríó tríó plötum – samtals tólf albúm (engin önnur íslensk hljómsveit hefur gefið út jafn margar stórar plötur) – og hljómsveitin varð gríðarlega vinsæl. Fyrsta Fálka-útgáfan var þó lítil 4 laga-plata og kom út 1969:


Á henni varð lagið Ég sá þig snemma dags vinsælast, en mest grúfí (og hugsanlega mest grúfí af öllum lögum Ríó) er þetta lag:

 Ríó tríó – Ég vil bara beat músík

Þegar seinni litla platan kom út hafði Halldór Fannar yfirgefið bandið fyrir tannlæknanám. Í staðinn kom Ágúst Atlason úr Nútímabörnum og átti eftir að vera með allan tímann.

Þessi færsla er í tilefni af andláti Ólafs og Halldórs. Ólafur – sem bæ ðe vei kom því til leiðar að ég fékk æfingarhúsnæði með fyrsta bandinu mínu, Dordinglar, í Víghólaskóla 1979 – lést 4. desember í fyrra eftir að hafa legið án meðvitundar í rúmlega ár. Orginal meðlimurinn Halldór – sem fylgdist alltaf vel með ævintýrum Ríós og meira að segja með ferli Snorra Helgasonar líka (las ég í minningargrein) – varð bráðkvaddur 15. febrúar sl. Megi beat músíkin hljóma hvar sem þeir eru núna.

6 svör to “Ríó tríó”

 1. Vilhjálmur Ari mars 7, 2012 kl. 4:46 e.h. #

  Bestu þakkir fyrri þennan pistil. Góð minning.

 2. Helgi Pétursson mars 8, 2012 kl. 6:41 e.h. #

  Takk fyrir þetta, Gunni. Kær kveðja Helgi P.

 3. Svinger mars 9, 2012 kl. 10:39 f.h. #

  Já flott þetta. Varst þú ekki einhverntíman með myndir af skandinavískum poppurum frá í den? Áttu þær enn?

 4. drgunni mars 9, 2012 kl. 4:15 e.h. #

  Hmmm…? Eins og hvaða skandinavískum poppurum?

 5. Steinunn Inga mars 9, 2012 kl. 10:23 e.h. #

  „Og öll mín tár, til einskis þau í tómið renna…“

 6. Kári Ævarsson mars 16, 2012 kl. 3:51 e.h. #

  „Ég vil bara beat músík“ er cover af þessu lagi hér:

  Þarna er þjóðlagatríóið Peter, Paul & Mary að stæla The Mamas & The Papas (allt lagið) og Donovan (uppúr 1:00) og gera grín að innihaldsleysi popp- og rokktexta samtímans. Voðalega asnalegt hjá þeim, en ber þess merki að vera meint í léttum dúr 🙂

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: