Hnignun barnamenningar

29 Feb


Eitt dálítið leiðinlegt við brotthvarf McDonalds er að það var alltaf miklu skemmtilegra dót með barnaboxunum hjá McD en hjá Metro. Svona stórkapítalískt smádrasl sem oftar en ekki tengdist nýrri bíómynd. Sonur minn hafði orð á þessu í gær og saknaði gamla dótsins frá McD – t.d. lifir í minningu hans lítill Transformers karl sem hann fékk einu sinni. Hjá Metro, sem standa sig svo sem ágætlega að öðru leiti, er bara hippsumhapps hvað fylgir með, stundum fótboltakarlapakki, stundum Bangsimon-smádrasl, eða eitthvað. Ekkert fútt í þessu eins og t.d. hefði verið ef míní plast-Sveppi sem gat prumpað hefði fylgt þegar nýjasta Sveppamyndin kom út.

Já já ég veit, við búum í örríki, en ef við værum ekki svona sturluð og raunveruleikafyrrt værum við jafn leiðinleg og Lúxemburg.

Þessu smádrasli var gert hátt undir höfði í fínni stuttmynd, Small fry, sem fylgdi á undan The Muppets um daginn. Og svo eru auðvitað safnarar á þessu sviði og eflaust hægt að selja gamalt svona drasl á okurprís.

Illugi Jökuls dregur gömlu góðu 3-bíóin í svaðið með því að líkja þessu egósentríska rugli í honum forseta við það. Fyrirbærið, 3-bíó, er auðvitað dautt þannig séð. Í gamla daga, þ.e.a.s. þegar ég mætti í 3-bíó, voru 3-bíó bara á sunnudögum og ekki eins fansí og í dag. Oft var nóg að bjóða upp á teiknimyndasafn og norsk animation-mynd sem hét Álfhóll (minnir mig, ég held ég hafi samt ekki séð hana) gekk árum saman. Eins og Conwoy (sem ég sá – topp mynd!)

Ahhh… ég finn styrk í nostalgíunni, eins og konan í Sigga Hlö videóinu.

2 svör to “Hnignun barnamenningar”

  1. Kristján Valur Jónsson febrúar 29, 2012 kl. 9:38 f.h. #

    Brúðumyndin Álfhóll, eða Flåklypa Grand Prix eins og hún hét á norsku, var vissulega tímamótamynd. Hún var sýnd hér árið 1976 og svo aftur svona í kringum 1996, þá með íslensku tali. Mér fanst orginallinn betri. Einn af hápunktum lífs míns var þegar ég tæpra sex ára snáðinn lenti í Osló árið 1976 og fékk að sjá „Il Tempo Gigante“ í alvörunni, en svoleiðis græja var smíðuð.
    http://no.wikipedia.org/wiki/Fl%C3%A5klypa_Grand_Prix

  2. drgunni mars 1, 2012 kl. 11:18 f.h. #

    Ég á þessa mynd alveg eftir – reyni að redda því!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: