Klepraðir knapar

15 Feb

Knapar er gott nafn á hljómsveit. Eða Knaparnir.

Kleprar er líka ágætt nafn á band, það er samt meira pönk. Kleprarnir væri líka ágætt.

Dálítið gott nafn er Klepraðir knapar. Myndi samt virka illa í meiki.

Guðbergur Bergsson kom með tvö frábær hljómsveitarnöfn í bókinni Sagan af Ara Fróðasyni og Hugborgu konu hans – hljómsveitarnöfnin Úldinn skítur og Steiktir naflar. Ég hélt að Gubbi væri uppfullur af svona sniðugum hljómsveitarnöfnum og skrifaði honum bréf þar sem ég óskaði eftir tillögu að nafni á nýtt band sem ég var að stofna (líklega Unun). Hann afsakaði sig og sagðist ekki eiga neitt nema kannski „Radd-bandið“. Vonbrigði! En reyndar bara í eina skiptið sem ég hef orðið fyrir vonbrigðum með Guðberg (meistarinn er nú kominn á Eyjuna með dúndurgáfulegan skæting).

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: