Júró-vertíðin hafin

11 Jan


Þrátt fyrir lokkandi von um ókeypis ferð til Azerbadjan sendi ég ekkert lag inn í Eurovision í ár. Fimmtán lög, sem eflaust eru hvort öðru betri, munu þó keppa um flugmiðana og hóteldvölina glæsilegu í þessu dularfulla landi. Fyrstu fimm lögin berjast til síðasta blóðdropa  á laugardaginn. Dýrðina má heyra hér. Usual suspekts eins og Heiða „Idol“ og Sveinn Rúnar Sigurðsson (hann er víst með 3 lög í ár) eru með fyrsta kvöldið, en þá eru líka óhefðbundnari keppendur eins og Varði úr Varði fer á vertíð (hinni frábæru mynd Gríms Hákonarsonar), sem semur og flytur lagið Rýtingur (óvenjulegt lag, smá folk-teknó (eða eitthvað)) ásamt Gesti Guðnasyni.

Mér finnst þetta umstang allt saman nokkuð skemmtilegt og krökkunum finnst það líka. Við verðum límd við kassann alveg fram í maí.

Alveg tímanlega er svo komin út nótna- og söngbókin Gleðibankabókin, sem er mikill kostagripur eftir Gylfa Garðarson. Þar er ýmiss fróðleikur um hlut Íslands í keppninni og nótur og gítargrip fyrir öll 24 íslensku sigurlögin. Gríðarlega vönduð og flott bók sem fæst í hljóðfærabúðum og í Eymundsson. Nánari upplýsingar um Gleðibankabókina má finna hér.

Eitt svar to “Júró-vertíðin hafin”

  1. Stefán Þór Sigfinnsson janúar 11, 2012 kl. 11:14 e.h. #

    Lögin í fyrsta riðlinum eru hverju öðru verri og Svavar Örn skítur langt upp á bak með þessari herfilegu klippingu á Jónsa.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: