Þvaður

10 Jan


Ég hamast hér við að klára hinn ódauðlega poppdoðrant sem kemur út í haust. Ég veit ekki ennþá hvað bókin á að heita. Ætlaði að hafa það Stuð stuð stuð, en er farinn að finnast það ekki nógu góður titill. Undirtitillinn verður þó líklega Saga íslenskrar dægurtónlistar, eða eitthvað slíkt. Ertu með einhverja góða hugmynd að nafni? Mátt alveg skjóta á mig hugmyndum í kommentakerfinu.

Get því eðlilega ekki eytt dýrmætum tíma í eitthvað bloggvesen, en verð þó að þvaðra smá um þrjár myndir sem ég sá og eina bók sem ég las, af því ég er svo anal.

30 Minuetes or less er skítþokkaleg grínmynd um misheppnaða náunga sem pína pízzasendil til að ræna banka fyrir sig. Ágætis grínarar þarna á ferð,  Aziz Ansari úr  hinum fínu Parks and Recreation þáttum og Danny McBride úr hinum rosafínu Eastbound & Down þáttum þar fremstir í flokki. Þeir fá reyndar ekki mjög djúsí stöff til að vinna úr. Þetta er bara sirka tveggja stjörnu mynd og það má lafa yfir henni.

Puss in Boots er fín og skemmtileg teiknimynd. Ég sofnaði ekkert yfir henni. Þrjár stjörnur.

The Guard er írsk mynd um vitlausa lögga. Eða er hún snjöll? La la stöff, hefði líklega verið betri ef ég hefði skilið aðeins meira í henni (írskur framburður er hefí). Tvær stjörnur.

Svo las ég bókina Secret Lives of Great Filmmakers e. Robert Schnakenberg. Þar er reynt að finna undarlegan skít á gommu af frægustu leikstjórum sögunnar auk þess sem farið er yfir feril þeirra. Alveg ágætis snakk, þrjár stjörnur.

7 svör to “Þvaður”

 1. Bókaormur janúar 10, 2012 kl. 9:26 f.h. #

  Sígilt Stuð?

 2. Adam janúar 10, 2012 kl. 10:01 f.h. #

  hvað með

  ———————-

  stuð stuð stuð

  tuttugu tólf

  ———————–

  trefla rok

  —————–

  tuttugu og tólf stiga stuð

  —————————————–

 3. Örn Úlfar Sævarsson janúar 10, 2012 kl. 10:02 f.h. #

  Getur bókin ekki bara heitið POPP – saga íslenskrar dægurtónlistar….

 4. drgunni janúar 10, 2012 kl. 10:41 f.h. #

  Á Facebook er Páll Ásgeir Ásgeirsson búinn að koma með ágætis nafn á bókina: Stuð og menn – saga íslenskrar dægurtónlistar.
  Það besta til þessa!

  • Magnús janúar 10, 2012 kl. 5:16 e.h. #

   Já, það er ekki slæmt. Hvað með Stuðandi – saga íslenskrar dægurtónlistar… eða Allir með hljóðfæri – saga íslenskarar dægurtónlistar ?

   • Magnús janúar 11, 2012 kl. 12:39 f.h. #

    Nei ok, þetta voru ekki nógu góðar hugmyndir hjá mér, sé það núna.

 5. Bjarki Þór janúar 13, 2012 kl. 11:12 f.h. #

  Poppað -Saga íslenskrar dægurtónlistar

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: