Hreystikaffi

8 Jan


Nýjasta nýtt í Hagkaup – Fitness Coffee. Kemur í kjölfar Vitamin Water. Ku vera fullt af „andoxunarefnum“ sem er nýlegt gimmikk í heilsubransanum. Held ég kaupi þetta ekki, bara einum of skrýtið og óviðeigandi að sjá íþróttafólk framan á kaffipakka. Hvað ætli komi næst? Detox tannkrem?

7 svör to “Hreystikaffi”

 1. Stefán Þór Sigfinnsson janúar 8, 2012 kl. 7:04 e.h. #

  Er þetta ekki hvort sem er malað kaffi ?

  Langt best að kaupa nýbrennt kaffi(helst að drekka það á innan við 2 vikum eftir ristun) helst frá Kaffitári og mala rétt á undan hverri uppáhellingu í almennilegri kvörn. Ef maður prófar kaffi einu sinni svoleiðis vill maður það ekki öðruvísi.

 2. Óskar P. Einarsson janúar 8, 2012 kl. 7:39 e.h. #

  Er það fullt af „andoxunarefnum“, já?! Djöfull er ég viss um að ALLT kaffi hefur þessi „andoxunarefni“ hvort eð er. Bölvaðir snáka-olíu-sölumenn, iff jú ask mí. Hei, og þessi ítalski fáni framan á pakkanum platar mig ekki!

 3. Jóhann Björnsson janúar 8, 2012 kl. 8:40 e.h. #

  Það toppar samt held ég enginn íslenska drauminn Opal-sígarettur með guarana… nema einhver komi ferskur inná markaðinn með vöruna heróín með Omega-3.

  Vantar líka ekki svona „bland í poka“ til útflutnings frá okkur Íslendingum hinum megin frá? Til dæmis Lýsi með kókbragði, súkkulaðilegin hrútseistu sem auka kyngetu eða sviðakjammar með ostafyllingu. Gætum mokgrætt á slíkum útflutningi til heimskra Kana.

 4. Ör janúar 9, 2012 kl. 9:45 f.h. #

  Verðið bendir til gæða.

 5. Jóhann janúar 9, 2012 kl. 9:52 f.h. #

  1400 kall er dálítið mikið. En hvað veit maður, kannski fylgir sundskýla með í pakkanum, og eftir einn bolla verður maður orðinn tanaður í drasl, helköttaður og tilbúinn á svið?

 6. MK janúar 12, 2012 kl. 9:49 f.h. #

  Af Wikipedia: „[…] [H]owever, researchers involved in an ongoing 22-year study by the Harvard School of Public Health state that „the overall balance of risks and benefits [of coffee consumption] are on the side of benefits. […] The presence of antioxidants in coffee has been shown to prevent free radicals from causing cell damage.“

  Kaffi virðist hafa bæði góðar og slæmar aukaverkanir, en þær góðu skáka þeim slæmu.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: