Upprifjun við áramót

30 Des

Þetta var minnir mig helvíti fínt ár bara. Fyrir utan að halda andlegri og líkamlegri heilsu að mestu leiti (það sama á við um ættingja og vini) var margt skemmtilegt sem kom fyrir. Til dæmis að ég

* Hjólaði til Keflavíkur

* Gekk á Heklu

* Dvaldist í Sólskinshöllinni á Ísafirði, gekk til Súðavíkur og hjólaði til Bolungarvíkur

* Fór í verðskuldaða borgarferð til London með vinum mínum og sá The Specials

* Fann gullfallegt póstkort af Staðarskála

* Fór í frisbie-gólf á Klambratúni

* Fór all oft í hina ágætu Hörpu sem er gríðarlega erlendis

* Sá hvali öpp klós

* Fékk áritun á gamla plötu með Matthildi

* Át og drakk eins og kóngur (ítrekað)

* Hef aldrei innbirt jafnmikið magn af kirsuberjum eins og í sumar (enda hefur innflutningur aldrei verið eins mikill)

* Spilaði á Eistnaflugi með ævagömlu bílskúrsbandi (S.H.Draumi)

* Spilaði gamalt pönk með Videósílunum

* Þurfti að keyra 1.5 hringveg vegna Múlakvíslar

* Heimsótti Sigurjón Samúelsson á Hrafnabjörgum sem spilaði fyrir mig vaxhólk

* Stóð fyrir Stuðlagavali og sá um æsispennandi Popppunkt (7. serían!)

* Fann orginal Kanínuna (Ela Ela með Axis)

* Hlustaði á Sigrúna Davíðsdóttur segja rosa margar sögur af ógeðlega gráðugum skítaríkumkörlum með plott. Nú slekk ég bara þegar hún byrjar. Why bother?

2012 verður svo væntanlega alveg æðislegt líka.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: