Fjórir drykkir á aðventu

26 Des


Á aðventu innbyrti ég eftirfarandi.

Cheerwine, sem Song sendi mér frá USA með Heiðu.  Cheerwine-ið er eiginlega alveg eins og Dr. Pepper, er upprunnið í Norður Karólínu og á sér mikla sögu (sjá: Wikipedia). Því miður fannst mér þetta ekki gott og gaf krökkunum með mér með glöðu geði úr hálfs lítra flöskunni. Ein stjarna.

Bryan sendi mér Sea Dog Root Beer (Heimasíða), rótarbjór frá bjórverksmiðju í Maine fylki. Ég hafði þegar drukkið flösku og tjáð mig um innihaldið á gömlu gos-síðunni.  Nokkuð traustur rótarbjór, fullt bragð og keimur fínn. Þrjár stjörnur. Engu við það að bæta.

Jen sendi mér nokkrar flöskur úr Kutztown línunni og þar á meðal Kutztown Birch beer. Drykkirnir koma frá Kutztown í Pennsylvaniu (heimasíða) og ég hef þegar smakkað hinn ágæta rótarbjór frá merkinu. Drykkir sem heita Birch beer, root beer og sarsaparilla renna í mínum munni saman í eitt og þeir hjá Kutztown búa þetta allt til. Ég gæti ómögulega sagt hvað væri hvað ef drykkirnir væru bornir í mig í ómerktum glösum. Það er þó staðreynd að Kutztown birki bjórinn var þrumugóður, fullur, sætur og hreint út sagt kostadrykkur upp á fjórar stjörnur. Slef.

Kanadamenn eru nokkrir eftirbátar Ameríkana á gosdrykkjarsviðinu, en eru þó eitthvað að reyna. Í Ontario fylki er The Pop shoppe (heimasíða), sem byggir á gömlu merki og er með 10 tegundir drykkja. Heiða kom færandi hendi með The Pop Shoppe Cream Soda. Eins og með root beer/brich beer/sarsaparilla, þá eru cream soda (rjóma gos) fræðin ekki einföld (sjá wiki). Það eru sem sé til allskonar og mjög mismunandi drykkir sem þó heita allir cream soda. Ég er ekki sjóaðri í þessum fræðum en það að vita um í meginatriðum tvær tegundir cream soda: Þá amerísku, sem er dísæt með unaðslegu rjómabragði og oftast gullin á lit, og sá asísku sem er eiturgræn eða eiturrauð á lit (svona fæst stundum í asískubúðunum hér á landi á) og með dísætu en gervilegu ávaxtabragði. Kanadíski Pop Shoppe cream soda-ið er eldrautt og eiginlega mitt þarna á milli, bæði rjómaleg og ávaxtaleg. Alveg þokkalegur drykkur en ekki meira. Tvær stjörnur.

Þess má geta að cream soda hefur verið framleitt á Íslandi, bæði af Egils og hjá Sana á Akureyri. Þeir hjá Sana voru með Morgan Sparkling Cream Soda, sem ég á æskuminningu um: Ási bróðir minn gaf mér að smakka úr flösku, þetta var svo stórkostlegt bragð að ég hef ekki gleymt því síðan. Ég mundi eftir gyllta litnum og miðanum á flöskunni sem voru karlar með hatta. Fyrir nokkrum árum sá ég svona flösku á Iðnaðarsafninu á Akureyri:

Það hefur væntanlega verið lítill markaður fyrir þetta svo það fór sem fór.

3 svör til “Fjórir drykkir á aðventu”

 1. Sykursj. desember 26, 2011 kl. 1:25 e.h. #

  Það er eitthvað krípí við þetta annars vinalega áhugamál þitt.

  • Jón Þòr desember 27, 2011 kl. 12:45 e.h. #

   Fátt finnst mér skemmtilegra en að lesa girnilega gosdrykkjakrítík.

 2. Árni Gíslason desember 27, 2011 kl. 2:03 e.h. #

  Man glöggt eftir Cream Soda frá Sana …enda áleit ég það æðst drykkja á sínum tíma
  þessi flaska á iðnaðarsafninu er þó eitthvað eldri en minni mitt, því í mínu minni er litprentaður miði með þremur fínimönnum …engu að síður gos til að deyja fyrir

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: