Óplöggað með Hellvar

15 Des
Föstudaginn 16.desember mun hljómsveitin Hellvar halda tvenna tónleika á Dillon við Laugaveg. Þar verður bryddað upp á þeirri nýbreiytni að spila tvenna tónleika sama kvöldið. Fyrri tónleikarnir verða órafmagnaðir og hefjast klukkan 21:30 . Síðan verður gert stutt hlé, en talið aftur í með rafmagnið á klukkan 22:30.
Ástæða þess að verið er að halda svona „double feature“ eða tvöfalda tónleika, er útkoma akkústísks geisladisks sem hljómsveitin réðst í að gera í nóvember. Sá diskur heitir Noise that stopped og inniheldur órafmagnaðar útgáfur af nýjasta geisladiski Hellvar , sem kom út í september og ber heitið Stop That Noise.
„Við vorum búin að vera að spila tvennar útgáfur af mörgum laga okkar í smá tíma, og var bara farið að langa til að eiga upptökur af lágstemmdu, órafmögnuðu útgáfunum,“ segir söngkona og gítarleikari Hellvar, Heiða Eiríksdóttir. „Stop That Noise var tekin upp hratt en svo nostrað við bæði útsetningar, mix og masteringu, þannig að allt hljómaði nú sem best. Noise that stopped er alveg hrá, beint af kúnni, en það er bara svo auðvelt að ná að taka upp stemmningu þegar hljóðfærin eru öll meira og minna órafmögnuð. Við erum mjög ánægð með þær andstæður sem við náðum að fanga með þessum tveimur geisladiskum, og það er það sem við vonumst til að sýna á Dillon föstudagsvöldið 16. desember.“Þess má geta að Elvar Sævarsson, gítarleikari Hellvar, lærði sérstaklega á Banjó til að nota á órafmögnuðu plötunni, og þess fá áhorfendur að njóta á Dillon. Ekkert kostar inn, en báðir geisladiskar sveitarinnar verða til sölu á sérstökum 16.desembers-afslætti.

Eitt svar til “Óplöggað með Hellvar”

  1. Þremill desember 16, 2011 kl. 4:05 e.h. #

    Nýbreytni. Dregið af braut.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: