RVK! og Reptilicus!

10 Des

Reykjavík! halda tónleika í kvöld á Dillon:

 Reykjavík! -You Are a Sensitive Man and Your Feelings Are Easily Hurt

Hér er eitt lag af þrususkífunni Locust Sounds með Reykjavík!, sem er ein af bestu plötum ársins. Sérstakur leynigestur í laginu er mikilsvirtur sjónvarpsstöðvareigandi. Rvk! ætla að gera heiðarleg tilraun til að rústa DILLON með rokki og tilheyrandi brölti. Tónleikarnir hefjast kl. 22:20 og með Reykjavík! spila Ofvitarnir og Loji. Hljómsveitin hefur nú myndgert megahittarann Hellbound Heart og má sjá þá háloftasnilld hér.

Reptilicus – Initial Conditions

Hinir gömlu industrial-gránar í Reptilicus (hvar man ekki eftir Okkar heili er innsiglaður?) hafa snúið aftur og voru að spila á Gauknum í gær. Fyrsta útgáfan í 13 ár leit dagsins ljós í Toronto 18. nóvember: 7″ gagnsær, blár vínýll í takmörkuðu upplagi titlaður Initial Conditions – R öðru megin, og remix eftir hinn þýska raster-noton músíkant Senking á hinni hliðinni. Platan fæst í 12 tónum. Í ferðinni stakk bandið sér í tvo daga í hið sögufræga Grant Avenue Studio í Hamilton (helgistaður margra þekktra hluta), umkringt safni af analóg syntasafngripum og tók upp fleiri klikkustundir af efni.

Um þetta má m.a. lesa á eftir farandi þráðum:
Frétt á Raftónum um heimsókn R í Grant Avenue Studio:
http://www.raftonar.is/reptilicus-og-grant-avenue-studio/

Frétt á Raftónum um útgáfu 7″ Intitial Conditions:
http://www.raftonar.is/reptilicus-initial-conditions/

2 svör til “RVK! og Reptilicus!”

  1. Magnús desember 10, 2011 kl. 6:28 e.h. #

    Flott efni!

  2. Georg P. Sveinbjörnsson desember 15, 2011 kl. 1:03 f.h. #

    Miklir snillingar.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: