2 bækur og 3 myndir

22 Nóv


Þórarinn Leifsson
gerir upp við fortíð sína á flækingi á Spáni og Marokkó í skáldævisögunni Götumálarinn. Við Tóti erum jafnaldrar svo maður kannast við flest og fílingur unglingsáranna smígur í gegn. Ég gerði aldrei neitt jafn kreisí og Tóti sem lifði hálfgerðu rónalífi á köflum, var á endalausum og algjörlega stefnulausum flækingi, prófaði að djönka sig með heróníni, betlaði og fleira miður hressandi. Maður fór í mesta lagi á Interail, en fór vissulega nokkrum sinnum á almennilegt blakkát á Spáni um miðjan 9. áratuginn.

Tóti rúllar þessum kafla ævinnar upp í forvitnilega og skemmtilega frásögn, en það er svo sem aldrei lagst á nein sérstök djúpmið til að reyna að skilja hvaða  „hvatir“ lágu á bakvið þessari eftirsókn í vosbúð og flakk. Jú, það kemur reyndar aðeins í lokin, en samt… Sjon-klád, samverkamaður Tóta á löngum kafla, skellir því framan í hann í rifrildi að hann sé bara ríkt velmegunarbarn sem geti yfirgefið flækingsheiminn þegar hann vilji, en það kemur ekki skýrt fram hvort Tóti kaupir þessa niðurstöðu eða ekki. Fín bók, flottar myndskreitingar, gott hald í framsókn sögunnar en það mætti vera aðeins meiri dýpt. Hlandstinkandi en galvanesaraðar þrjár stjörnur á hana.

Role Models er nýjasta bók John Waters, leikstjóra og meistara. Hann skrifar um ýmsar hetjur sem hann hefur dálæti á og gerir það þannig að maður fyllist áhuga á viðfangsefninu þótt það sé eitthvað sem maður hefur engan áhuga á, t.d. svæsið hommaklám („verk“ Bobby Garcia„the Almodóvar of Anuses, the Buñuel of Blow Jobs, the Jodorowsky of Jerking Off“ –  og David Hurles – VARÚÐ: Svæsið hommaklám í linkum); fatahönnun Rei Kawakubo og merki hennar, Comme Des Garcons. Svo er annað sem höfðar umsvifalaust til manns, eins og viðtöl og pælingar um tónlistarmennna Johnny Mathis og Little Richards. Þótt John Waters hafi ekki gert góða mynd síðan 1994 (Serial Mom) þá stendur hann alltaf fyrir sínu í texta. Hixtalausar fjórar stjörnur á þessa.

Midnight in Paris, e. Woody Allen, er yfirborðskennt en þokkalega skemmtilegt Parísar-rúnk fyrir miðaldra listunnendur sem gera ekki of miklar kröfur. Þokkalegar tvær stjörnur á kvikindið.

Upside Down, The Creation Records Story er fín heimildarmynd sem rekur sögu hins dúndurhressa Alans McGees frá eitís indíi til næntís Oasis megamössun með viðkomu í My Bloody Valentine, Primal Scream og allskonar. Alan sprengdi sig á dópi og brjálæði og því fór sem fór. Rosamikið af því sem maður hefur verið að hlusta á í gegnum tíðina kom út á þessum slóðum svo flest er kunnuglegt og spennandi. Þrjár stjörnur á hana.

Source Code er frekar ansalegt sæfæ. Gaur liggur í kóma og upplifir allskonar og reynir að koma í veg fyrir hryðjuverk. Svo er það bara raunveruleikinn. Ha? Alveg „skemmtilegt“ samt. Tvær stjörnur á þetta.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: