Skammdegisdoði miðaldra

13 Nóv


Skammdegisdoðinn læðist að manni. Maður sefur til hálf átta eins og eitthvað meðalmenni í staðinn fyrir að spretta á fætur klukkan fimm eins og alvöru maður. Allt í myrkri og best að hanga undir sæng og veltast um í restunum af draumaruglinu. Sjitt, fimm mánuðir af þessu í viðbót áður en það kemur vor og fuglar byrja að syngja?

Svo þessi merki um að maður sé að verða hundgamall. Grá hár í eyrunum, í skegginu, allt farið að slappast á manni, hálf heyrnarlaus og ég keypti mér nærsýnisglerauga í Tiger í gær (500 kr) af því ég er farinn að missa skerpu. Ömurlegt! Erum við að tala um einhverja strekkingu á slapandi andlitshúð í nánustu framtíð? Á ég að fara að sprauta mig með sterum og bótoxi? Öss.

Hvaða hvaða, þegar allt þetta þunglamalega drasl sækir á mann – myrkrið, doðinn, hin óumflýjanlega hnignun – þá fer maður að sjálfssögðu bara í ræktina (World Class, Laugar, best) og tekur eins og klukkutíma í svitakasti í spinning eða eitthvað álíka almennilegt. Maður pumpast upp af allskonar gleðiefnum sem sprautast um hauskúpuna af manni (adrenalín og endorfín og hvað þetta heitir, mér gæti ekki verið meira sama eins lengi og þetta gerir sitt gagn) og kemur út, enn í svitakasti en hlæjandi framan í ömurlegheitin. Þetta klikkar aldrei.

Þetta er ekkert flókið. Maður ræður sjálfur hvernig manni líður og kann trikk til að redda sér. Ekkert er eins ömurlegt og að dvelja við ömurlegheitin.

Svo enn í góðu stuði, enn pumpaður upp, fer maður á kaffihús og góðlátleg eldri kona spyr hvort ég sé ekki Gaui litli.

Sko!

4 svör to “Skammdegisdoði miðaldra”

 1. Ingi nóvember 13, 2011 kl. 2:04 e.h. #

  Heilbrigð viðhorf og allt svo rétt……. ræktin er eitt besta geðlyf sem völ er á. Svipuð tilfinning og þú lýsir færist yfir mann með haustinu. Þá er alltaf gott að fá útrás í ræktinni. Allt verður bjartara….. skammdegið víkur fyrir vellíðan. Og maður skapar sín viðhorf sjálfur. Jákvæðni er eina leiðin…… í hæfilegum skömmtum, þegar myrkrið færist yfir. Takk fyrir góðan pistil…..

 2. Óskar P. Einarsson nóvember 14, 2011 kl. 1:03 e.h. #

  Þrusufínt, nýja Fall. Ætlar þetta band aldrei að missa það?

  • Arnar Stein-øorsson nóvember 16, 2011 kl. 12:12 f.h. #

   Lyftu þér úr skammdegisdoðanum…

   Eitt allra skemmtilegasta „Low Budget“ rokkmyndband sögunnar.
   Kunningjar mínir úr Rock Hard Power Spray frá Óðinsvéum með: Trigger Nation – njótið…

 3. Magnús nóvember 17, 2011 kl. 8:43 e.h. #

  Hér er athyglisvert myndskeið, gæti bætt geð:

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: