Á Bítla- og matarslóðum í London

10 Nóv


Við Abbey Road stúdíó á Abbey Road er hin fræga gangbraut sem Bítlarnir ganga yfir framan á Abbey Road plötunni. Klukkan 10:40 á sunnudagsmorgni var þegar slatti af túristum mættur á svæðið til að taka myndir af sér að labba yfir á sama gps-punkti.  Ég og Steinn gátum auðvitað ekki verið eftirbátar í þeim efnum. Við gláptum nokkuð í áttina að Abbey Road hljóðverinu, en þar tóku ekki bara Bítlarnir upp sín helstu verk heldur hafa bæði Sigur Rós og Rabbi tekið þar upp líka, og jafnvel einhverjir fleiri Íslendingar.


Eins og sést hafa túristarnir krotað á veggina. Við slepptum því.  Það er svona 5 mín  labb að þessum túristastað frá St. John’s Wood öndergránd-stöðinni. Þar er Bítla kaffi, smá hola með Bítlaminjagripum, en ekki nægu plássi til að hægt sé að drekka inni. Of hráslagalegt í veðri til að nota borð og stóla utandyra.


Áður fyrr í svona London-skreppitúrum lét maður sér nægja að kaupa samlokur og kókómjólk í sjoppum, en nú, með aukinni áherslu fullorðinsáranna á mat og drykk, eru samlokur og kókómjólk ekki alveg málið. Var blessunarlega búinn að athuga smá á netinu hvar spennandi væri að éta. Hin stórfenglegi líbanski smáréttabakki sem ég fékk í Babel í Berlin (Kastanienallee 33) lifir enn í minningunni svo ég hélt ég fengi annað eins í London. Slatti af Lebanon-stöðum eru í gangi og mér leist vel á einn sem heitir Comptoir og er á nokkrum stöðum um borgina. Við keyptum okkur allskonar gúmmilaði á bakka, mest allskonar grænmeti og baunadót og drukkum með Laziza hindberja gos (einnig var til Laziza epla gos). Þetta var bragðlítið, en hressandi og svo sem ókei (2 stjörnur), og líklega búið til í Pakistan.


Englendingar eru náttúrlega hálf glataðir þegar kemur að hamborgaragerð en hafa verið að hisja upp um sig buxurnar með keðjunni Ed’s og nú annarri keðju sem heitir einfaldlega The Diner. Hann er fínni en Ed’s og bíður upp á geðveika borgara (segir Trausti allavega). Ég gerði þau mistök að kaupa mér slappa rækjusamloku sem ég hélt að væri eitthvað voða fínt New Orleans dæmi. Fékk þá allavega með tegund af rótarbjór, sem ég hafði aldrei fengið áður; Goose Island. Þetta er kommersíal rótarbjór frá Chicago, alveg fínn og upp á 3 stjörnur.


Ed’s var tekinn líka eftir að við átum frekar glataðan og sálarlausan Full English Breakfast  á Angus Steakhouse, sem er leiðindarpleis sem ber að varast. Það eina sem gat bjargað deginum var að fá sér banana peanut butter sjeik á Ed’s – og hafa hann „malted“ að sjálfssögðu – og gekk sú viðleitni eftir.

Römbuðum líka inn á sæmilegan indverskan stað í Soho (eða vorum reknir þangað inn eins og kindur af ákveðnum karli), en vorum því miður ekki svangir þegar við vorum á Brick Lane, aðal indverjagötu borgarinnar. Þar tróðum við okkur hins vegar út af exótísku sælgæti, svokölluðu sweetmeats:


Annars voru því miður sálarlausar kaffihúsakeðjur mikið styrktar í ferðinni. Starbucks náttúrlega með sitt svakalega karamellu frappóstjínó og kaffisull, Café Nero eitthvað (þeir eru ódýrari en Starbucks) og Pret a Manger kom sterkt inn. Það eru allir alltaf með kaffi í máli eins og fífl í þessum stórborgum og maður smitast af þessu. Á Pret fékk ég ágætan engiferdrykk staðarins, hressandi og góður og upp á 3 stjörnur.

5 svör to “Á Bítla- og matarslóðum í London”

 1. Óskar P. Einarsson nóvember 10, 2011 kl. 11:02 f.h. #

  Starbucks „Cappucinoið“ er við-bjó-ður! Þeir eru reyndar orðnir sérfræðingar í svona klaka-drasli („frap“) en, sjitt, hvað ég er ekki að kaupa þessa flóuðu-mjólk-með-gríðarlega-daufum-kaffikeim aftur.

 2. Steinar Júlíusson nóvember 10, 2011 kl. 9:22 e.h. #

  Erum við ekki að tala um Pret a Manger?

 3. Ari nóvember 11, 2011 kl. 12:57 f.h. #

  Að styrkja Starbucks er líka að styrkja Sea Shephard http://www.visir.is/starbucks-stydur-paul-watson/article/2006110210044
  Segi eins og vinir okkar Færeyingar http://www.youtube.com/watch?v=XBRC8c8SFNk&t=2m0s

 4. jorm nóvember 11, 2011 kl. 9:49 e.h. #

  Hvernig sjóuðum manni eins og DrGunna datt í hug að stíga fæti inná Angus Steakhouse er eitthvað sem þarf að rannsaka nánar.

  Síðasti staður í London til að borða á,

  jorm

 5. drgunni nóvember 12, 2011 kl. 12:54 e.h. #

  Eg hef látið mótorhjólaklúbb rassskella mig til blóðs út af þessu vandræðalega Angus máli. Þetta mun ekki gerast aftur!!!

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: