Standöpp og ska

28 Okt


Svakalegt er til þess að hugsa að hver maður gangi um bæinn með hauskúpu í hausnum. Glottandi hryllingsmyndahauskúpu. Fólk er lítið að hugsa um þetta samt, enda fær enginn séð sína eigin hauskúpu (nema í Röntgen). Eftir atburði gærkvöldsins verkjar mig í neðri kjálkann (mandibula), eða þar sem hann tengist við hitt draslið (það hljóta að vera einskonar lamir þar, svo maður geti opnað munninn). Ég hló nebbblega svo mikið á standöppgríninu Steini, Pési og gaur á trommur í Gamla bíó (blessaður/blessuð keyptu þér miða hér), jafnvel þótt ég væri lagður í svívirðilegt einelti þar sem ég sat á fremsta bekk (vondur staður á standöppi) af öllum nema gaurnum á trommunum.

Best var Steini eftir hlé. Hann tók gesti í kennslustund um óhefðbundnar lækningar, feitt fólk, fornar lækningar og fleira. Þá var ég svo mikið með opinn kjaft að ég fékk verk. Þessi sýning er alveg upp á þrjár stjörnur sko. Rosa fyndin og skemmtileg, en kannski ekki alveg algjör snilld út í gegn.

Svo var ég að klára bókina Ska’d for life eftir bassaleikara The Specials, Horace Panter. Hann segir söguna af uppgangi sveitarinnar og niðurtúr á mjög kumpánlegan og skemmtilegan hátt. Bara svona eins og maður sé með honum á barnum, ekkert mont, stælar eða töffaraskapur. Helvíti gott eiginlega og fjórar stjörnur. Þess má svo geta að 3/4 af hljómsveitinni Videósílin ætlar á The Specials tónleika í London næsta fimmtudag og er spenningurinn þegar orðinn allnokkur.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: