Meira pönk! (soft og hart)

27 Okt


https://drgunni.files.wordpress.com/2011/10/the-validators-wrong-time-wrong-place.mp3 The Validators – Wrong Time Wrong Place

Það er ekki fyrr búið að standa yfir megapönk í Kópavoginum að meira pönk brestur á núna á föstudagskvöldið. Þá ætlar nebbblega hljómsveitin The Validators (Löggildingjarnir?) frá Englandi að spila á Faktorý með Fræbbblunum, Taugadeildinni og kóverpönkbandinu Five Bellies (Júlli úr Silfurtónum, bræðurnir úr Vonbrigði og fleiri meistarar). Það má lesa allt um The Validators á Facebook-síðu atburðarins og tékka á fleiri lögum með bandinu á Reverbnation síðu sveitarinnar og sjá myndbönd á Facebook-síðu hennar. The Validators er svo ekkert geðveikt pönk heldur líka ska og reggae og allskonar rugl. Nákvæmar upplýsingar: Verð 1500 kr / Kl. 21:00 – Miðasala opnar, DJ Lighthouse leikur sérvalið efni (ska, punk, reggae) /Kl. 22:00 – FIVEBELLIES / Kl. 22:50 – TAUGADEILDIN / Kl. 23:30 – FRÆBBBLARNIR / Kl. 00:10 – THE VALIDATORS

 Vafasöm síðmótun – Arðrán hinnar nýju valdastéttar

Paunkhljómsveitin Vafasöm síðmótun úr Breiðholti (Facebook síðan þeirra) hefur sent frá sér þriðju plötuna. Hún er því miður bara fimm laga EP og heitir Byltingin og étin börn EP (platan á Gogoyoko). Fyrirliggjandi á lager sveitarinnar eru tvær plötur frá 2007, (VS!) (á Gogoyoko) – þar má finna lög eins og Sérnám herfunnar og Of mikið pönk! – og Paunkkk (á Gogoyoko) – en þar má finna lög eins og Bobby Fucking Fisser og Setu þetta í spilun sleikjuhóran þín!

Vafasöm síðmótun sendi frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: Þaddna Vafasöm Síðmótum var stofnuð árið 2006 eða 2007 eða eitthvað. Og hljómsveitin spilar pönk en er búin að gefa út tvær plötur og núna þrjár. Níja platan sem kom út í dag er besta platan og er rétt stafsett og svoleiðis því við létum tékka á því platan heitir ,,Bylting og étin börn EP“ og er ekki plata heldur EP sem er stittra. Platan fjallar um fokking kreppunna og á henni er lag sem við gerðum sem vann keppni á RÁS 2 þegar einhver fáviti vildi gera söngleik um pönk svo hann gerði söngleik og lét pönkhljómsveitir gera lag við texta sem hann samdi sem var ekki pönk. Við spiluðum í Kastljósið og lagið okkar fór í söngleikin í Þjóðleikhúsið en þeir breittu því svo það varð lélégt og síðan var söngleikurinn ömurlegur og allir voru sammála. Lagið okkar var gott sammt. Lagið hét ,,Ísland er fokk“ en heitir núna ,,Arðrán hinnar nýju valdastéttar“ sem er gott nafn og rétt stafstett. Lagið heitir það sem það fjallar um og er með nýjum texta sem er pönk. Allaveganna við viljum helst að þið spilið lagið og talið um plötuna sem er á http://www.gogoyoko.com/album/Bylting_og_etin_born_EP og hjálpið okkur að verða frægari en við erum akkúrat núna. Ekki það að við ætlum að verða mikið frægir bara nægjanlega frægir til að gera okkar eiginn söngleik sem verður góður í alvöruni Vafasöm Síðmótun.

Vafasöm Síðmótun:
h8people – trommur
Osama Bin Laden – gítar
(lochness) Monster – bassi
Tourette Hostage – söngur

Ísland er fokk (með lélégur texti) í Kastljósinu.


Að lokum skal bent á þetta góða mál: UNDIRALDA, tónleikaröð 12 tóna og Hörpu,  í Kaldalóni Hörpu, tvisvar í mánuði. ÓKEYPIS tónleikar með öpp n komming tónlistarfólki. Fyrsta skipti núna á föstudaginn kl. 17:30 (góður tími). Þá spilar hin frábæra sýrupopphljómsveit Just Another Snake Cult og Sonus Futurae þessarar aldar, hljómsveitin Sykur, sem var að gefa út plötu #2, Mesópótamíu. Nánar á Facebook-síðu viðburðarins.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: