Aðeins meira um mellur

26 Okt


Mellur. Fólk bara getur ekki hætt að velta sér upp úr þessum málaflokki. Það sannaðist í gær þegar mellu-bloggið var línkað út og suður – bæði á DV og Eyjunni – og uppskar mesta lesendafjölda sem þetta blogg hefur haft síðan ég byrjaði með það í september. 4488 manns lásu mellubloggið, miðað við teljara, eða jafnmargir og hver einasti kjaftur sem býr á Ísafirði og Bolungarvík (fyrir utan þessa 224 sem voru fjarverandi). Svona virkar dulmagn kynlífsins enn sterkt á molbúann.

Svo fór ég að hugsa þetta aðeins betur. Ég er líklega það sem er kallað frjálslyndur. Fólk má gera það sem það vill ef það böggar ekki út frá sér. Samt vil ég öryggisnet og samhug og að samfélagið virki sem heild, ekki bara að sá frekasti ráði. Maður hlúir best að svoleiðis í eigin garði, t.d. með því að reyna að vera fyrirmyndarökumaður, því á veginum er helsti snertiflötur manns við þjóðfélagið.

Þegar allir hlægja bara af drukkinni konu að pissa á Café París er það eiginlega næsti bær við það að allir ganga framhjá tveggja ára barni sem varð fyrir bíl í Kína. Manni má ekki vera alveg sama um næsta mann. Ekki það að ég hefði eitthvað gert við pisskonuna annað en að sitja sem fastast. Kannski hefði ég bara farið að hlægja líka eins og fífl.

Það sem Stóru systurnar eru að gera er kannski bara á vitlausum forsemdum. Ef þessar gleðikonur sem eru starfandi hérna eru konur sem dólgar hafa flutt inn til að gera út ætti náttúrlega frekar að einblína á dólgana en þessa graðkarla sem sveima skjálfandi á vettvang eins og flugur að ljósi. Eða það finnst mér allavega.

Á sínum tíma fór ég á Lilja 4ever. Á leiðinni heim var ég samferða Erpi Eyvindarsyni og okkur leið báðum eins og okkar langaði til að skera undan okkur. Gríðarlega sterk mynd. Svo er ég að horfa hér á þættina Hung, þar sem hinn tittlingastóri Ray er í góðum fílingi að hórast út um allan bæ. Mella er sem sagt ekki það sama og mella í öllum tilfellum (nú kemur einhver og skammar mig fyrir að trúa þessari karlhóruglansmynd sem Hung dregur upp og já já, ég hef líka séð Midnight Cowboy).

En jú auðvitað, svæsnasta þrælahaldsdólgastöffinu á að útrýma með öllum tiltækum ráðum. Það er varla erfitt í svona örlandi eins og hér. Stóru systur, dragið dólgana undan steinunum! Það mun enginn verða fúll út í ykkur út af því, nema dólgarnir.

25 svör til “Aðeins meira um mellur”

 1. Sigurbjörn október 26, 2011 kl. 10:50 f.h. #

  Íslendingar hafa aldrei verið frjálslynd þjóð. Forræðishyggjan hefur fylgt okkur alla tíð. Bann við frjálsum fjölmiðlum, bjórbann, hundabann, banna nektardans og næst verður það að banna sígarettur skilst mér. Frekar svona leiðinleg þjóð. Samt elskum við að ferðast til frjálslyndari þjóða og njóta þess sem þau hafa upp á að bjóða. Kaupmannahöfn er enn vinsælasti áfangastaður okkar. Hvaða forræðishyggjuland er annars gaman að koma til?

  • Rósa Halldórsdóttir október 29, 2011 kl. 4:28 e.h. #

   Ég hef verið í Danmörku í meira en áratug og upplifi dani ekki sem sérstaklega frjálslynda. Þeir eru fremur þó sjóaðri í borgaralegum hugsunarhætti en við heima á Íslandi, sem fórum úr fjósinu í samvinnuhreyfinguna og erum of fá til að prettir komi ekki fram í dagsljósið.

   Las á pappaspjald í vikunni, á sjálfu ráðhústorginu í Kaupmannahöfn: „Uden hypnose ingen prostitution“.

   • Sigurbjörn október 29, 2011 kl. 7:08 e.h. #

    Og ef að Danir eru ekki frjálslyndir hvar eru þá Íslendingar í þeim samanburði?

 2. Hallgrímur K. október 26, 2011 kl. 11:25 f.h. #

  Sammála Sigurbirni. Ísland er leiðinda bannland þar sem forræðishyggja ræður ríkjum og er drepa allt og alla hér á landi.

  Síðan Jóhönnu-óstjórnin tók við völdum hefur þetta versnað um allan helming. Pólítísk rétthugsun og kven-fasismi femínista ræður hér ríkjum.

  Danmörk er miklu skemmtilegra land og þar er mikið frelsi og frjálslyndi. Danir eru lífsglaðari en við og elska að njóta lífsins, nokkuð sem er verið að drepur niður í okkur hér heima.

  Ég skil ekki hvernig þetta forpokaða, afdankaða forræðishyggjuland þykist ætla að ganga í ESB og „vera þjóð meðal þjóða“.

 3. Sigurbjörn október 26, 2011 kl. 11:27 f.h. #

  Eitt sem hrjáir mig smá.
  Ef öll kynlífskaup eru ofbeldi og beri að fordæma, hvað þá með sæðissölu, er hún ekki ein birtingarmynd vændis? Allir sæðisbankar í heiminum selja sæðið. Þeir vilja gróða. Til að framleiða þetta sæði þarf frískan ungan karlmann, loka hann inn í gluggalausu herbergi. Jafnvel troða upp á hann grófu klámi með blöðum eða myndum og láta hann stunda kynlíf með sjálfum sér í þágu annarra. Oftast undir þeim yfirslætti að sæðisgjafinn vilji þetta sjálfur. En við sem viljum hafa vit fyrir öðrum vitum betur. Þegar þessu kynlífi er lokið og afurðin komin í glas, þá er það selt. Kaupandinn að sæðinu hefur þannig einnig keypt kynlíf hjá annarri persónu án tilfinningar. Hann/hún kaupir sæðið bara til að fullnægja sínum eigin þörfum. Er sæðiskaupandinn siðferðislega í betri stöðu en vændiskaupandinn? Báðir hafa borgað fyrir kynlíf. Báðir hafa keypt líkama annarar manneskju. Líkama sem notaður hefur verið til kynlífs og jafnvel meira.
  Er kannski von á stóru systur fyrir utan glasafrjóvgunarstöðvar núna?

 4. Þremill október 26, 2011 kl. 11:51 f.h. #

 5. Jakob Bjarnar október 26, 2011 kl. 12:15 e.h. #

  Áfram Stóra systir! Úfff, óskaplegt er að sjá hvernig þú rennur á rassinn, Gunni minn, í smá vindi. Tilgangurinn helgar ekki meðalið og kærleiksofbeldi er líka ofbeldi. Helstu skaðræðisskepnur sögunnar eru þær sem hafa farið fram í nafni sannleikans. Heldurðu að Hitler hafi litið á sjálfan sig sem illmenni? Mansal er ekki sama og vændi. Þetta er miklu flóknara mál. Af gefnu tilefni þá er rétt að taka fram að ég er ekki að dásama vændi, hvað þá ofbeldi sem því tengist. Heldur þvert á móti. Þeir sem eru á móti vændi ættu að átta sig á því að þessi Stóra systir er að vinna þeim málstað stórskaða með aðgerðum sínum. “As soon as men decide that all means are permitted to fight an evil, then their good becomes indistinguishable from the evil that they set out to destroy”

 6. kata október 26, 2011 kl. 12:17 e.h. #

  Dragðu dólgana sjálfur undan steini dr. Gunni þetta er þitt land og samfélag.
  Sjá svo: http://sannleikurinn.com/heim/node/3184

 7. Ari október 26, 2011 kl. 12:38 e.h. #

  Baltasar Kormákur var síður en svo sáttur við Lilju 4ever man ég, hann sagði eitthvað á þá leið að þessi mynd stuðlaði að karlfyrirlitningu en niðurstaða myndarinnar væri að allir karlmenn væru ógeðslegir skíthælar (engin furða að menn gangi af myndinni með skömm og vilji skera undan sér)

 8. Elín Björg október 26, 2011 kl. 1:07 e.h. #

  Lukas moddyson leikstjóri Lilja4ever sagði í viðtali að hann hefði ekki verið að spá mikið í mansali þegar hann gerði myndina, hann hefði bara viljað gera dramatíska mynd.

  Þó ég geri ekki lítið úr mansali þá á ég erfitt með að trúa að það sé arðbært fyrir mansalshringi að senda undercover útsendara í heilt ár til að þykjast vera kærastar stelpna bara til að lokka þær til Svíþjóðar. Það hljómar eins og dramatísering

  Sumir femenistar tóku þessari mynd samt sem heimildarmynd, og stundum get ég ekki ráðið af máli þeirra annað en að þeir haldi að aðstæður eins og í Lilja4ever séu reglan en ekki undantekningin.

  Vændi er subbulegt, en histería í kringum það hjálpar ekki til heldur.

 9. Elías Halldór Ágústsson október 26, 2011 kl. 1:13 e.h. #

  Idjótíska Sigurbjarnar hér að ofan er algerlega ótrúleg. Ég vissi ekki að svona heimskt fólk gæti fæðst, hvað þá lært að anda.

  • Sigurbjörn október 26, 2011 kl. 1:44 e.h. #

   Getur þú reynt að útskýra mál þitt nánar, kannski málefnalega? Vissi nefnilega að þetta myndi reyta einhverja til reiði og kanski aðallega þá sem ekki geta varið þetta án þess að níða náungann.

   • Elías Halldór Ágústsson október 26, 2011 kl. 1:55 e.h. #

    Ég tel mig ekki þurfa þess, enda ertu of fyrirlitlegur til að maður þurfi að eyða orðum í þig.

   • Sigurbjörn október 26, 2011 kl. 5:00 e.h. #

    Skák og …mát!

   • Kjartan kjartansson október 27, 2011 kl. 3:26 e.h. #

    Sigurbjörn

    Ert þú að biðja um að einhver útskýri fyrir þér muninn á kaupa vændi og kaupa glas með brundi í?

    Viltu þa vita hvaða siðferðislegu gildi liggja að baki hvorum kaupum, hvaða mismunandi þarfir verið sé að uppfylla í hvoru tilviki og þa jafnvel mögulegum félagslegum afleiðingum sem hvor „gjörðin“ getur haft…

    Þá gæti maðurlíka bætt við skaða á geð, sál og jafnvel líkama sem hlotist getur af hvoru fyrir sig…

    En ef fattarinn þinn er ekki nógu langur til að sækja þessi svör, þá get ég aðstoðað þig.

    Ef þu biður mig fallega um hjálp, þa skal ég hjálpa þér með fattaravandamálið þitt.

   • Sigurbjörn október 29, 2011 kl. 6:59 e.h. #

    Sæll Kjartan!
    Þakka gott boð um fattarahjálp, en bjóddu frekar þeim hópi fólks sem vill stjórna lífi og limum annarra.
    Er semsagt munur hvenær maður kaupir líkama annarra til kynlífsiðkunar eftir hvaða siðferðisgildi eru. Hvenær kaupir maður líkama annarar manneskju? Er þá í lagi að kaupa vændi/kynlíf ef það myndi lina t.d þunglyndi eða annan sjúkdóm? Annars er þetta ekkert vandamál fyrir mig, það er ekki ég sem vill nornaveiðar og galdrabrennur 2011.

 10. drgunni október 26, 2011 kl. 2:33 e.h. #

  Kata: Ég í dólgana? Mér finnst þetta nú frekar verkefni fyrir 50 kuflklæddar konur eða lögguna bara.

  JBG: Hvernig er það nú að renna á rassgatið að benda SS á að ráðast á geitungabúið sjálft í stað þess að slá niður einn og einn geitung, eða hóta því? Er ekki hægt að vera sammála um það að suddadólgar séu ekki æskilegir, sbr. þessa gaura frá Litháen eða hvaðan þeir voru, sem voru teknir með eina Lilja 4ever í Keflavík, eða hvar það var, fyrir nokkrum árum? Ertu orðinn svona heilagur í æsingnum gegn góða fólkinu að þú sjáir þetta ekki? — Ég sé nú reyndar ekki betur en að þú sláir þennan varnagla sjálfur þegar þí segir – „Af gefnu tilefni þá er rétt að taka fram að ég er ekki að dásama vændi, hvað þá ofbeldi sem því tengist“ – og því hlýturðu að taka undir með að SS ættu að fara Charles Bronson stæl í suddadólgana.

  • kata október 27, 2011 kl. 9:35 f.h. #

   Sæll Dr. Mig minnir að þú hafir skrifað ágætan sjálfs-vænis-vændis-pistil í Fíton-blaðið í kjölfar Iceland Express auglýsinganna þar sem brjóstvörn neytenda mætti hress með gjallarhornið góða.
   Ég fékk massíft kúltursjokk þegar þú tókst ákvörðun um að vera í þessum augl., en vonbrigðin voru enn heiftarlegri eftir réttlætingarpistilinn þinn um brundandi graðkallana…
   Eftir talsverða umhugsun hef ég komist að því að eina hamingjusama hóran sem ég veit af á Íslandi ert þú dr. Gunni, en mikið vona ég að þú fattir einn daginn hvers lags tegund af rugli þessi pistill þinn var og hveru ömurleg áhrif svona skrif geta haft á ungar og leitandi sálir. Sjá hér: http://www.xn--rv-rka.is/sarpurinn/siddegisutvarpid/05102011/keypti-vaendi-i-nokkur-ar

 11. Jakob Bjarnar október 26, 2011 kl. 4:11 e.h. #

  Kæri Gunni!

  „Ertu orðinn svona heilagur í æsingnum gegn góða fólkinu að þú sjáir þetta ekki?“

  Æji, þú annað hvort ertu að sneiða viljandi hjá punktinum eða sérð hann ekki.

  Skoðaðu þessa setningu Johns Locke aðeins betur: “As soon as men decide that all means are permitted to fight an evil, then their good becomes indistinguishable from the evil that they set out to destroy”

  Ég mætti kannski skoða hana betur sjálfur ef þú ert farinn að rugla meintum æsingi í mér saman við einmitt augljósan æsinginn og ofstækið í góða fólkinu. Nema…

  Meinið er að þessar Stóru systur blanda (viljandi) saman Lilja4ever suddadólgum og Nonna rúnk í Hátúninu. (Vini þínum skv. fyrri færslu.) Andi laganna, þessara forheimsku vændislaga sem allt snýst um, er sá boðskapur kynjafræðinga, Gunnari Hrafni Atlasyni og Katrínu Önnu Guðmundsdóttur, að vændi og mansal sé sama fyrirbærið. Þar er enginn greinarmunur gerður á. Þetta býður uppá katastrófu eins og þessar SS eru til marks um. Þetta er eins og að senda Charles Bronson með Browning M1919 á hóp þar sem innan um er hugsanlega eitt stk suddadólgur a la Lilja4ever og láta hann salla á lýðinn. Eða fyrir þá sem vilja berjast gegn þessu að hafa fífl í liðinu sem kann ekkert með vélbyssu að fara og er allt eins líklegur til að skjóta þig og andstæðinginn. Þetta er einfaldlega ekki leiðin.

  Kveðja,
  Jakob

 12. Addi október 26, 2011 kl. 6:20 e.h. #

 13. Jóna Sólveig október 26, 2011 kl. 9:42 e.h. #

  Takk fyrir pistilinn.

  Ég tek heilshugar undir með þér dr. Gunni. Áfram Stóra systir. Mig langar líka, þar sem umræðan hefur stundum farið út í að ræða hvort lögbann gegn vændiskaupum sé óæskilegt og hvort ekki væri betra að löglegleiða það, að benda á reynslu Ástrala af lögleiðingu vændis:
  http://news.change.org/stories/legal-prostitution-in-australia-a-failure

  Bestu kveðjur,
  Jóna Sólveig

 14. drgunni október 27, 2011 kl. 10:13 f.h. #

  Ofstæki, Jakob? Nei alls ekki, sjáðu bara hana Kötu hérna að ofan, algjörlega lausa við allt ofstæki. Hún vísar m.a.s. í víðfrægt viðtal við vændiskaupanda þar sem hræðileg áhrif vændis koma sterklega í ljós.

 15. Anna október 28, 2011 kl. 3:52 e.h. #

  Ef ekki væri eftirspurn hjá „skjálfandi graðköllunum“ þínum eftir vændi, þá myndu engir dólgar vera að flytja inn vændiskonur hingað til lands.

  Graðkallinn veit vel, eftir gríðarmikla umfjöllun fjölmiðla undanfarinna ára, að verulegar líkur eru á því að erlenda „nuddkonan“ sem hann kaupir þjónustu af, sé ekki eins sjálfstæð og hún vill vera láta. Hann veit að hún er líklega gert út af einhverjum dólg. En hann er bara nógu sjálfselskur til að horfa framhjá því, nákvæmlega eins og þið Jakob Bjarnar gerið.

  Skjálfandi graðkallinn er alveg jafn mikið vandamál og dólgurinn. Báðir sameinast þeir í að misnota þær konur sem gerðar eru út í vændi. Að ætla að hvítþvo kúnnann er kjánalegt, ef ekki eitthvað verra.

  • Ósk október 29, 2011 kl. 1:30 f.h. #

   Mig langar til þess að taka undir orð Önnu hér fyrir ofan og linka á enn eina greinina. Þessi er unnin upp úr viðtölum sem tekin voru við vændiskaupendur og þeir vita ósköp vel af „þrælahaldsdólgastöffinu“ eins og þú kallar það en jú kjósa að líta fram hjá því. Hún gæti verið ágætis viðbót við þekkingu þína á málinu þó þú hafir séð myndir Moodyson og horft einhvern sjónvarpsþátt.

   Click to access Men%20Who%20Buy%20Sex1-10.pdf

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: