Enn með á nótunum

25 Okt


Hljómplötum íslenskum rignir nú yfir landsmenn í aðdraganda jóla. Margt bitastætt ber á síhungraða góma enda framþróun rokktónlistar orðin slík á geimöld að undrun má sæta. Vér skulum skunda á Þingvöll og strengja vort heit:


https://drgunni.files.wordpress.com/2011/10/lay-low-vonin.mp3 Lay Low – Vonin

Ég lét rigna heilum fimm stjörnum á þriðju meginplötu Lay Low (í gagnrýni í Fréttatímanum), enda um hvílíka eðal poppsnilld að ræða. Hér er annað lag plötunnar (ljóð: Elín Sigurðardóttir), en það er eiginlega sama hvar maður ber niður, allsstaðar mætir manni eðal efni. Útgáfutónleikarnir verða í Fríkirkjunni 18. nóv.

 Reykjavík! – Black Out

Þessir snarvitlausu andskotar eru mættir með plötu 3, sem er án nokkurs vafa þeirra bestasta plata. Þeir arga og garga og riðlast á hljóðfærunum eins og vangefin naut í flagi en útkoman er eins og best verður á kosið. Mikið gaman. Mikið fjör.


https://drgunni.files.wordpress.com/2011/10/barcelona.mp3 Immo – Barcelona

Það er lítið gaman að láta brjálaðan mann bíta af sér neðri vörina í Barcelona, en það er það sem Ívar Schram lenti í. Hann var einu sinni í Original Melody, en er nú sóló sem Immo og fyrsta lagið sem hann sendir frá sér fjallar um fólskuverkið á Spáni. Hann hefur líka búið til videó við lagið sem er á Youtube.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: