Á fullu í menningarlífinu

24 Okt


(Hjálmar Næst besti Hjálmarsson kynnir Videósílin á svið í Molanum. Mynd: Hamraborgin á Facebook)

Ég var á fullu í menningarlífinu um helgina. Kom náttúrlega fram á Pönk 2011 með Videósílunum. Tókum Bölvun fylgi þeim og Númer með hljómsveitinni F/8, Anarkistar með Nast, So What með Crass (Stefán) og Boredom með Buzzcocks/Magazine (Stefán) og það tókst eins og til var sáð. Gaman var af því sem ég sá á Pönkinu. Fræbbblarnir góðir (hér er nýtt lag, Immortal, sem lofar mjög góðu fyrir nýju plötuna) og gaman að sjá hina frábæru hljómsveit Taugadeildina taka alla sjötommuna sína. Af yngra dóti voru Buxnaskjónar bestir, drulluþéttir eftir harkið á Akureyri. Videósílin koma saman að nýju á Pönk 2012 sem verður að sjálfssögðu haldin aftur í Kópavogi, enda á pönkið hvergi betur heima en þar.

Valdi Bunuel-myndina Háttvísir broddborgarar fyrir Alliance Francaise. Hún var sýnd í stóra salnum í Bíóparadís í gærkvöldi, sem var sem betur fer ekki alveg vandræðalega tómur. Myndin stóð fyllilega undir væntingum minninganna. Það er ekki gert svona stöff í dag, enda Bunuel alveg spes.

Fullt er framundan í menningunni. Uppistandssjó Steina, Pésa og gaurs á trommur (frumsýning á fimmtud í Gamla bíói) og Hrekkjusvín á föstud (einnig í Gamla bíói) og enska ska-bandið The Validators + góðir gestir á Faktory sama kvöld.  Nýja Tinna myndin í lúxus sal asap og svo Björk í Hörpu! Svo er möst að taka dagskrá Bíóparadísar enn fastari tökum. Það er gríðarlega metnaðarfullt starf í gangi þarna og gaman að sjá hversu margir voru í bíóinu í gær, enda margt í gangi fyrir utan Bunuel: Páll Óskar var að sýna Tomma og Jenna myndir í einum sal, nýja vinsæla Woody Allen myndin var í öðrum og svo seinna um kvöldið var verið að sýna sýrusúrrealismann The Holy Mountain eftir Alejandro Jodorowsky.

Ef það væri ekki menning værum við bara maurar.

4 svör til “Á fullu í menningarlífinu”

  1. Steingrímur Rúnar Guðmundsson október 25, 2011 kl. 8:10 f.h. #

    hvaða hljóðfæri ertu með þarna?

  2. drgunni október 25, 2011 kl. 9:34 f.h. #

    Guild hálfkassa rafmagnsgítar 1966 módel. Keypti hann á slikk í New York 1988. Eini rafgítarinn sem ég á í dag.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: