Pönkið aftur í Kópavoginn – Fræbbblarnir

21 Okt


(Fræbbblarnir í Kópavogsbíói 14. júní 1980 – smellið á myndina til að fá hana stærri. Mynd: Birgir Baldursson)

Eins og ég hef verið að tala um verður PÖNK 2011 á morgun, laugardag. Þá kemur pönkið aftur í Kópavoginn á tvennum tónleikum, í Molanum á milli 14 og 17 og á Spot um kvöldið, frá kl. 22. Boðið er upp á gríðarlegan fjölda pönksveita sem leika eigið efni og pönklög eftir aðra. Videósílin verða þarna, en í hásæti eru vitaskuld Fræbbblarnir.

Til að setja Pönkið í gang og í samhengi ætla Fræbbblarnir og Snillingarnir að leika örfá lög í „gamla Kópavogsbíói“, sem í dag er víst bæjarstjórnarsalurinn. Þetta hefst kl. 12:30. Pönkið hófst á sama sviði í nóvember 1978 þegar Fræbbblarnir pönkuðu allt í kaf á Myrkramessu, hámenningarlegri skemmtun MK. Ég var ekki svo heppinn að sjá það (of ungur), en sirka ári síðar sá ég Fræbbblana og Snillingana taka sándtékk í Kópavogsbíói og hef ekki verið samur maður síðan. Það verður því væntanlega nánast trúarleg upplifun fyrir mig að sjá Fræbbblanna og Snillingana aftur á sama stað.

Hér eru Fræbbbla-tónleikar frá 22.05.1981 í Kópavogsbíói. Þetta er svaka laust í reipunum og menn djammandi lög sem verið er að semja, en taka svo góðar pönkkeyrslur á milli. Mikið stuð í salnum og krakkarnir syngja með. Lögin eru:

1. Bjartar vonir? (á frumstigi)
2. Bjór
3. Masturbation music for the future
4. Smákóngur
5. Bílskúrsreggí (?)
6. Í nótt
7. Rebellion of the dwarfs
8. Critical bullshit
9. No friends
10. FÍH
11. Lover please
12. Bíó
13. 20. september ’97
14. Hippar
15. Æskuminning
16. Nekrófíll í paradís
17. Message to you Rudy
18. Í nótt (aftur, hálft – kassettan klárast)

Fræbbblarnir í Kópavogsbíói 22.05.1981

2 svör til “Pönkið aftur í Kópavoginn – Fræbbblarnir”

  1. Bogi Bogarúlla október 21, 2011 kl. 9:49 f.h. #

    Í minningunni var Kópavogsbíó miklu stærra :o)

  2. drgunni október 22, 2011 kl. 12:40 e.h. #

    Allt er stærra í minningunni…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: