Pönkið aftur í Kópavoginn – F/8

20 Okt


Tóti Leifs (sem nýlega sendi frá sér bókina Götumálarinn (meira síðar)) gefur fokkmerki í Þjóðviljanum 20. ágúst 1981.

PÖNK 2011 fer eins og áður segir fram á laugardaginn. Þar ætla Videósílin að taka tvö lög með F/8, annarri hljómsveitinni sem ég var í (sú fyrsta hét Dordinglar). F/8 var gríðarlega gott pönkband sem hætti á hátindi ferilsins, á stórpönktónleikum í Kópavogsbíói föstudagskvöldið 22. maí 1981. Það var mergjað stuð á gestum á þessu giggi, enda skólinn nýbúinn og allir sósaðir að fara að byrja í unglingavinnunni eða eitthvað. Trausti Júl tók allt giggið upp (ég set inn framlög Taugadeildar og Fræbbblanna á morgun) og ég hef sett prógramm F/8 inn á F/8-síðuna.

Við spiluðum þetta:

1. Blitzgren bop (Ramones)
2. Bölvun fylgi þeim
3. Númer
4. So what (Crass)
5. Útjaskaðir nemendur
6. Sadistar
7. Last (ósungna reggae-lagið)
8. Now I wanna be a good boy (Ramones)
9. London’s burning (Clash)
10. Vinnuskólinn
11. Belsen was a gas (Sex pistols)

Önnur lög eru frumsamin, yfirleitt eftir mig, bæði lög og textar.

Hér eru síðustu tónleikar F/8 í stafrænu nútímaformi. (Þeir sem heyrist í á milli laga eru Videósílin Trausti Júl og Steinn Skaptason)

Engin mynd náðist frá þessu giggi, en á F/8 síðunni má sjá fallegar myndir af bandinu að spila í Snælandsskóla einum mánuði áður. Ari Einarsson var genginn í bandið á þessum tíma á gítar, en hann og söngvarinn Tryggvi Þór Tryggvason voru í Fræbbblunum. Tryggvi spilaði á gítar með Fræbbblum. Ari hefur helgað sig tónlistinni, m.a. kennt út á landi. Tryggvi skipti um nafn, en menn muna aldrei hvað hann heitir í dag. Síðast þegar fréttist af honum var hann að selja raftæki í Bristol, Englandi. Í F/8 var Bjössi Gunnarsson á bassa. Hann var nýlega í fréttunum að tala um neðansjávarmyndvél. Hann fór sem sé í fiskana. Haukur trommari fór í gullsmíðina og starfrækir Carat í Smáralind í dag. Bjössi og Haukur voru báðir í næsta bandi sem ég stofnaði, Geðfró, en það er sem kunnugt er fyrsta bandið sem Sigga Beinteins var í. Bjössi hætti og fór í DRON (Danshljómsveit Reykjavíkur og nágrennis) sem sigraði fyrstu Músíktilraunir 1982. Þar vorum við Haukur líka með Svart hvítum draumi en komumst ekki einu sinni áfram.  Ömm, eins og nærri má geta var ég gríðarlega ánægður fyrir hönd DRON með sigurinn.

2 svör to “Pönkið aftur í Kópavoginn – F/8”

  1. Hc október 20, 2011 kl. 11:27 f.h. #

    Blitzkrieg ..

    • Birna M október 20, 2011 kl. 3:53 e.h. #

      Man eftir Ge’fró í Hlíðagarði…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: