Tónar í London

9 Okt


Eiríkur Jónsson vísir í heimssögulegt myndskeið á Youtube af Bitlunum að heimsækja Buckingham Palace til að fá medalíurnar 26. okt 1965.  Frá 00:16 – 00:19 má sjá tvo hárprúða unga menn í þvögunni, þá Gunnar Jökul Hákonarson og Sigurð Árnason, þá 16 ára. Þeir voru í Tónum á þessum tíma og hafa greinilega verið að gera sér glaðan dag í heimsborginni.

Það höfðu birst fréttir í íslensku blöðunum á þessum tíma um að Tónar væru að undirbúa stórsókn á enskan markað. Umboðsmaðurinn Þráinn Kristjánsson (sem síðar varð m.a. umbi Dáta og Hljóma) hafði lagt mikla vinnu í ferðina og sent út myndir og segulbandsupptökur. Átti sveitin að spila á einum fjórum unglingaklúbbum, samkvæmt fréttum. Ekkert varð úr ferð Tóna, en Sigurður og Gunnar Jökull héldu utan, að eigin sögn til að „stúdera hljómsveitir og föt“. Sigurður kom heim en Gunnar fékk pláss í hljómsveitinni The Syn, ílengtist og var svo „næstum genginn í Yes“…

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: