Tíu bestu böndin á Airwaves

4 Okt


Ef flugfreyjur fokka því ekki upp verður 13. Airwaves haldin í næstu viku. Hér eru 10 bestu erlendu böndin. Auðvitað bara toppur ísjakans.

Eins og vanalega verður maður að klóna sig og senda klónin á vettvang því það er svo helv mikið að ske. Hið heldur betur arfaslaka og magnaða band Beach House er að toppa billinn á Listasafninu kl. 23 á fimmtudagskvöldið. Þetta draumapopp frá Baltimore sló í gegn með þriðju plötunni sinni, Teen Dream, sem kom út í fyrra. Hér taka þau hið gullfallega Zebra læf (vá, hann spilar bassann með löppunum!)

Vinir mínir Finnarnir í  22-Pistepirkko eru líka á fimmtudagskvöld, en kl. 22:10 í Tjarnarbíói. Þessar höfðingjar eru í toppformi þrátt fyrir háan aldur og gáfu nýlega 13. plötuna sína, Lime Green Delorean. Hér er lag af næst síðustu plötu með þeim (hún heitir (Well You Know) Stuff is like we yeah!), lag sem heitir Suburban Ladyland.

Á fimmtudag er japanskt kvöld í Norðurljósum, Hörpu, sem endar á því að Yoko og kó garga þig í svefn. Á undan er allskonar hátimbur, þ.á.m. Mi-Gu frá Tokýó. Syngjandi trommandi Yuko Araki leiðir það band, en hún er líka í Plastic Ono bandinu og Cornelius. Hér er lagið Spider læf í fyrra.

Fimmtudagskvöld, miðnætti, Nasa: Stuðbandið Yacht leikur fyrir dansi. Eru á DFA og ekkert svo ólík FM Belfast. Summer Song er fyndið videó, Psychic City líka – bæði af plötunni See Mistery Lights (2009). Nýjasta platan er Shangri-la og kom í júní. Utopia & Dystopia (The Earth is on Fire) eru fyrstu tvö lögin á henni eru hér í gríðarmiklu videói.


Meira stuð á föstudegi. 23:00, Listasafn, sænskt nútímaprogg með Dungen. Þetta er nokkuð æðislegt band og tekur hér lagið Panda læf hjá Conan fyrir nokkrum árum.

Nasa kl. 23:30, hin ameríska Tune-Yards (þau vilja eflaust að ég skrifi nafnið öðruvísi en geta bara fokkað sér með það). Hér er videó sem sýnir hvernig bandið er. Merrill Garbus er aðalið með lúppaðar raddir og trommur og dót og svo er þarna bassaleikari með henni. Merkilega grúví dót.

Zun Zun Egui er skemmtilegt band, sérstaklega lagið Fandango Fresh. Eru í Norðurljósa-sal Hörpu kl. 23:20.


Á Gauk á Stönd á laugardagskvöld kl. 00:20 (beisklí sunnudagur) ætlar danska unglingapostpönkrevivalbandið Iceage að skrölta með veggjum. (Sniðugt hjá ykkur strákar að nefna ykkur því sama og vinsælar teiknimyndir – not). Bandið hefur bara gert eina plötu en sú hefur fengið svaka dóma. Hér eru Danirnir að djöflast á laginu White Rune á síðustu Roskilde.

Harpa Norðurljós, laugardagur 00:10: John Grant frá Denver. Honum „skaust upp á stjörnuhimininn“ með plötunni Queen of Denmark (2010) en var búinn að harka árum saman fyrir það með hljómsveitinni The Czars. Ég held hann verði bara einn við flygilinn en það er plentí nóg eins og sjá má hér þegar hann tekur einn af hitturum plötunnar, Sigourney Weaver.

Einnig í Norðurljósasal Hörpu, en fyrr sama kvöld (20:50) er Veronica Falls frá London. Þetta er svo sem ekki byltingarkennt, en samt ansi gerðarlegt C86/NZ gítarpopp. Fyrsta platan þeirra kom út á þessu ári og þar má m.a. heyra lagið Bad Feeling.

3 svör to “Tíu bestu böndin á Airwaves”

  1. Óskar P. Einarsson október 4, 2011 kl. 10:23 f.h. #

    Ég sé að Twilight Sad verða líka á Veifs, flott Skoskt sjúgeis, gáfu út þrusufína plötu ca. 2006. Hvað er annars málið með James Murphy, verður hann bara einhver „record player player“ (eins og Henry Rollins lýsir svo eftirminnilega hér: http://www.youtube.com/watch?v=v12ttbWvr3I„)? Fer annars ekkert, hefði líklega keypt miða ef Ariel Pink’s Haunted Graffiti hefðu komið…

  2. drgunni október 4, 2011 kl. 1:58 e.h. #

    „My friend is a record player“

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: