Bjarni Björnsson syngur!

1 Okt


https://drgunni.files.wordpress.com/2011/10/alvegeinsogeg1.mp3 Alveg eins og ég

Jónsen í bíó

Bjarni Björnsson var mikil stjarna í eldgamla daga (fyrri hluta síðustu aldar) en er að mestu gleymdur í dag. Hann var söngvari og leikari og átti viðburðaríka ævi, lék m.a. í Hollywood í þöglum myndum, en fauk þaðan um leið og talmyndirnar komu eins og svo margir aðrir. Kom alkominn til Íslands 1930 og lést 1942, aðeins 51 árs að aldri.

Hljóðfærahús Reykjavíkur (Anna Friðriksson) gaf út átta 78 snúninga plötur með honun, 16 lög samtals. Fyrstu 6 plöturnar komu allar út 1931 og voru teknar upp í Berlin af ókunnri hljómsveit. Þó er líklegt að eiginkona Bjarna, Torfhildur Dalhoff, hafi leikið á píanó.  Árið 1937 komu út tvær plötur, teknar upp í Kaupmannahöfn. Undirleik annaðist hljómsveit Elo Magnussen.

Sigurjón Samúelsson á Hrafnabjörgum spilaði Bjarna fyrir mig þegar ég heimsótti hann í sumar. Sigurjón á sem kunnugt er mikið safn 78 sn platna og hefur „gefið út“ 27 titla á cd þar sem hann safnar saman listamönnum af 78 sn plötunum sínum. Þetta mikla brautryðjendastarf er hann aðallega að vinna fyrir sjálfan sig því diskarnir eru bara „gefnir út“ í örfáum eintökum og hann sendir þetta til ættingja listamannanna eða þeirra sjálfa, séu þeir á lífi. Mér tókst að svæla út úr honum nokkra titla um daginn, enda er möst að hafa aðgang að þessari tónlist nú þegar ég fer í að skrifa um „eldgamla daga“ fyrir doðrantinn Dægurtónlist á Íslandi, sem er í vinnslu (útg. 2012).

Lög Bjarna voru síðast endurútgefin á tveimur 45 sn plötum árið 1964, átta lög samtals. Sigurjón hjálpaði Íslenzkum tónum við þessa endurútgáfu og sendi þeim 78 sn plöturnar sínar. Þau tvö lög sem lengst hafa lifað með Bjarna eru án efa Bílavísur („Halló þarna, bíllinn ekki bíður…“) og Nikkólína. Hér að ofan eru tvö stuðlög, minna þekkt.

Það er eitthvað mjög heillandi við þessar brakandi 78 sn plötur og skrækan söng  Bjarna. Fortíðin er svo skemmtileg og spennandi. Og uppbyggilegt að vita af henni.

Minningargrein úr Alþýðublaðinu 1942


3 svör til “Bjarni Björnsson syngur!”

  1. Ómar Kristjánsson október 1, 2011 kl. 9:32 f.h. #

    Þetta er tær snilld. Eitt af mínum uppáhöldum þegar ég var krakki. Sérstaklega Bílavísur. Eg gerði mér þó ekki grein fyrir því (fyrr en nú) að þetta væri svona gamalt eg hlustaði á endurútgáfuna frá 1964. þetta hlýtur líka að teljast heimild um tíðraandann. Maður veltir líka fyrir sér hvort þetta hafi ekki verið nokkuð djarft á sínum tíma, þ.e. innihald textanna siðferðilega og félagslega. Taka ber einnig eftir því og íhuga hvernig fjallað er um konur þarna.

  2. drgunni október 1, 2011 kl. 12:31 e.h. #

    Já þetta er dálítið dónalegt miðað við það sem maður býst við af 1931. En ég held samt að við stórlega ofmetum það að fólk hafi almennt verið eitthvað heilagra á árum áður. Endlausar klámkynslóðir í allar áttir!

Trackbacks/Pingbacks

  1. Lagið í Hulla | DR. GUNNI - september 6, 2013

    […] Bjarna Böðvarssonar”) sem er rugl. Ég hef bloggað Bjarna Björnsson (sjá hér og hér) af því hann er algjörlega óþekktur nútímafólki. Gott að hann fái smá sýnileika […]

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google photo

You are commenting using your Google account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: