Reitt fólk er hlægilegt

30 Sep


Mér finnst reitt fólk ógeðslega hlægilegt. Sérstaklega þegar það er stjórnlaust af bræði. Þess vegna er Fawlty Towers aldrei fyndnari en þegar hann er ógeðslega reiður.

Ég verð voða sjaldan reiður enda finnst mér það ekkert skemmtilegt. Ég sé alltaf eftir öllu sem gerist þegar ég reiður. Það kemur aldrei neitt gott út úr því að vera reiður, bara eitthvað leiðinlegt sem maður þarf að fara að afsaka sig fyrir og ekki er það nú skemmtilegt, að þurfa að biðjast fyrirgefningar. Ég brjálast samt stundum og það er náttúrlega þrælfyndið. Til dæmis þegar ég dett á rassgatið. Þá verð ég alveg brjálaður. Þess vegna er ég með megna hálkufóbíu.

Í Búsáhaldabyltingunni var fullt af fólki ógeðslega reitt. Allskonar fólk snappaði. Ég var aldrei nógu reiður inn í mér til að vera brjálaður niðrí bæ, þótt hrunið hafi valdið manni sæmilega miklu hugarangri. En það kveikti líka allskonar hugsanir og maður hélt að „allt myndi breytast“. Svo breyttist náttúrlega ekki neitt.

Hey. Auðvitað tottar það biggtæm að stefna stjórnvalda og græðgi ríkukallanna skyldi fokka öllu hérna upp og að glansmyndin af „besta landi í heimi“ væri bara frauð. En þú kaust þetta lið. Þú keyptir af þessum ríkuköllum. Hverjum ættirðu þá að vera reiður? Þér sjálfum fyrir að trúa á glansmyndina?

Er hægt að sparka í punginn á sjálfum sér? Nei. Þess vegna var um að gera að fara niðrí bæ og hrækja á einhverjar láglaunalöggur, berja upptökumenn frá Stöð 2 eða bara eitthvað. Arrrrgggghhhh… ég er svo reiður!

En allavega. Við fengum Vinstri stjórn en hún er víst alveg ömurleg svo það er best að fá bara Sjalla og Framsókn aftur. „Taka 2“ – kannski gera þeir þetta betur næst.

Eða eitthvað. Allir sem sé orðnir brjálaðir aftur og ætla að taka trylling út í loftið á laugardaginn af því bara. Af því Vnstri stjórnin vinnur á hraða skjaldbökunnar, af því það er ekki búið að afskrifa skuldina af pallbílnum og/eða af því Jón Ásgeir og kó er ekki á Litla Hrauni.

Ég? Nei, ég ætla nú bara að fara í spinning eins og vanalega og reyna að vera reiður í löppunum.

Eitt svar to “Reitt fólk er hlægilegt”

  1. Ari september 30, 2011 kl. 12:31 e.h. #

    Þegar ég verð stór ætla ég að verða eins og þessi maður
    Angry Man

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: