BDSM er jafn leiðinlegt og golf

24 Sep


Nú er RIFF í bæ og heilög skylda lattélepjara að einbeita sér að snilldinni og fara í bíó á hverjum degi, helst oft á dag. Ég fór á fyrsta stuttmyndapakkann af fjórum í  Bíó Paradís í gær. Það kom mér mjög á óvart að í byrjun var maður píndur með svaka löngum auglýsingapakka, þ.á.m. háværu KFC gargi. Einmitt líklegt að froðulepjarar haski sér beint þangað eftir mynd. En jæja, loksins byrjaði þetta. Fimm myndir í boði:

Fyrst kom Kæri  Kaleb, unglingasaga frá nemendum í Kvikmyndaskólanum, sýndist mér. Ágætlega gert og vel leikið hjá unglingunum en sagan full fyrirsjáanleg. Verður eflaust notað í forvarnarstarfi. Tvær stjörnur.

Þá kom Meginlandið, þriggja mínútna vangavelta/ljóð byggt á Charles Bukowski. Hannes Óli sannfærandi strætóbílstjóri, Kópavogsháls í snjókomu. Fínt stöff. Þrjár stjörnur.

Næst kom besta mynd pakkans, Kría, vegamynd, eftir Dögg Mósesdóttir. Mér leist reyndar ekkert á þetta til að byrja með, fannst allt vera að sigla í eitthvað listarúnk, en svo rættist gríðarvel úr myndinni og hún var mjög skemmtileg. Tekin á Super 8mm og gerist á Stykkishólmi, í Baldri og fyrir vestan. Ísland lúkkar helvíti vel í Super 8. Sagan kannski enginn Nóbell en fílingur mjög góður: einhvers staðar á milli Delicatessen og Sjúgðu mig Nína. Fjórar stjörnur! (Viðtal við leikstjórann um myndina).

Þá var komið að Karlsefni, sem gerist líka í Stykkishólmi og fjallar um Valdimar Örn Flygendring sem eignast loksins strák eftir að hafa átt 10 stelpur (eða eitthvað). Áferð og fílingur var svo slikk og mér fannst ég alltaf vera að horfa á auglýsingu frá einhverjum banka. Vantaði bara að það kæmi yfirlýsingu í lokin um það hversu mikið bankinn elskar þig. Vel gert og allt það, sagan dáldið þokukennd (ég náði þessu allavega ekki, eða hafði ekki áhuga á að ná því), svo tvær stjörnur.

Síðast kom BDSM um eitthvað par sem dundar sér við að BDSMast í kjallara einhvers staðar. Það var látið þusa endlaust um þetta hundleiðinlega áhugamál sitt (kommon, BDSM er álíka spennandi og plata með Scorpions frá 1992 – eða golf!) svo ég nennti þessu ekki og fór út. Svo var líka eitthvað Q&A eftir á og því nennti ég alls ekki. Eina stjörnu á BDSMið.

2 svör to “BDSM er jafn leiðinlegt og golf”

  1. Halldór Halldórsson september 24, 2011 kl. 11:06 f.h. #

    Helvíti er nú gott að vita að Doktorinn er með svona mikla reynslu af þessu tvennu sem hann nefnir, að hann getur líkt því saman; BDSM og Golfi!

    • drgunni september 24, 2011 kl. 1:53 e.h. #

      Það er kannski ágætt að spila golf og bdsm-ast út í geymslu, ég veit nú minnst um það. Það er hins vegar álíka skemmtilegt að heyra fólk þusa um bdsmið sitt og að horfa á beina lýsingu frá golfmóti með einhverju leiðindarþusi þuls með.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: