Töff kaggar #3-4

16 Sep


Ef maður sér einhvers staðar töff kagga þá hlýtur það að vera í Kef, hugsaði ég og hjólaði um allan bæ til að reyna að sjá töff kagga. Ég sá enga og var orðinn úrkulna vonar. En maður á aldrei að gefa upp vonina og alveg við höfuðstöðvar SBK rútufyrirtækisins er Útfararþjónusta Suðurnesja og þar úti við stóð flotinn. Og við lafandi júgur móður náttúru, hvílir kaggar!


Fyrir hinn látna er boðið upp á tvo glæsilega Cadillac líkbíla, einn bláan og einn svartan. Mér sýnist þetta vera seventís módel og alveg stórkostlega flott eintök. Ef ég væri dauður myndi ég láta keyra mig í kistunni fyrst í svarta bílnum og svo í bláa – svissa á miðri leið. „Vandamálið“ er bara að ég er hvorki dauður né íbúi á Suðurnesjum og heimta þar að auki að láta brenna mig. Ætli maður geti samt ekki látið drösla öskunni um í töff líkbíl?

Þeir sem séð hafa myndina Harold & Maude vita að fátt er eins töff og að keyra um í líkbíl. „Líkbíll“ er annars mjög rosalegt orð – „Corpse car.“ Hið enska hearse er mun fallegra.


Superior indeed.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: