Af nýjum íslenskum plötum

13 Sep

Það er lítið lát á útkomu mjög svo frambærilegra íslenskra hljómplatna:


 1860 – Mannhafið

1860 er óneitanlega frekar skrýtið nafn á hljómsveit og ekki mjög gúgglvænt. Fyrsta plata 1860 var að koma út og heitir Sagan, eftir Carli Sagan fremur en sögunni. Þetta er mjög svo vandað tríó fagmanna og músíkin þjóðlöguð og fín, það er einhver gamall blær á henni í bland við nýtt, eins og Þrjú á palli, Savanna tríóið, en líka eins og Sprengjuhöllin eða eitthvað. Band sem dettur þægilega í hóp með öðrum íslenskum sveitum eins og Árstíðir og Múgsefjun.

Ég er sérstaklega að fíla íslenska hluta plötunnar, fimm fyrstu lögin eru algjör snilld. Svo eru næstu 8 á ensku og þá finnst mér sjarminn dálítið detta út, því það er eins og ekki hafi verið lagt jafn mikið í upptökurnar á ensku lögunum. Til pottþéttunar hefði þetta náttúrlega allt átt að vera á ylhýra og verður það vonandi næst.

(Skessuhorn tekur strákana tali.)


 Two Step Horror – Motel 613

Two Step Horror er úr súperkúl bekknum sem Nonni Dead og Singapore Sling eru í og er oftar en ekki minnst á David Lynch og Twin Peaks í umfjöllun um dúóið. Það er vel. Dúóið samanstendur af Þórði Grímssyni og Önnu Margréti Björnsson (systur Henriks í Slingapor Sing). Parið samdi og tók upp flest lögin á plötunni Living Room Music veturinn 2008/2009 í stofunni heima hjá sér og gáfu hana út í Bretlandi nú í maí hjá breska plötufyrirtækinu Outlier Records. Platan er nú fáanleg í Tólf Tónum, Smekkleysu og Lucky Records í Reykjavík.

Two Step Horror er meðlimur hópsins Vebeth sem samanstendur af tónlistarmönnum og myndlistarmönnum og telur m.a hljómsveitarnar Singapore Sling, Third Sound, The Dead Skeletons, The Gogo darkness, Hank og tank og bandarísku hljómsveitina The Meek.

Um Two Step Horror í Reverb-eration og Grapevine.


https://drgunni.files.wordpress.com/2011/09/soley-dance1.mp3 Sóley – Dance

Sóley (úr Seabear og Sin Fang) vakti mikla lukku í fyrra með Theater Island stuttskífunni og er nú „mætt“ með plötuna We Sink í viðurkenndri lengd. Þetta er listrænt og inn í sig stöff, viðkvæmt og einlægt. Ekki sama drungi og á Theater Island, þótt 3 lög af henni séu reyndar endurtekin á We Sink. Plötunni fylgir límmiði til að þjappa markhópnum saman: „Think Joanna Newsom minus her harp, The Casady Sisters ca. 2004 or Agnes Obel plus drums and guitars.“

Platan er til sem CD og 2faldur LP pakki. Á fjórðu hlið LPsins er engin músík heldur írispuð mynd.

Frá útgefanda: Sóley er þessa dagana stödd á tónleikaferðalagi um Evrópu við kynningu á plötunni en kemur til með að halda útgáfutónleika á Íslandi í októberbyrjun. We Sink er tekin upp af Sóleyju sjálfri með dyggri aðstoð Sindra Más Sigfússonar, Héðins Finnssonar og Birgis Jóns Birgissonar, Sundlaugavarðar. Umslagshönnun var í umsjá Ingibjargar Birgisdóttur en einnig er að finna myndverk eftir hana á hlið 4 á vínylplötunni. Ljósmyndir tók Sigfús Már Pétursson.

Sóley er gefin út af MORR í Berlín sem er með síðu um hana hér.

Eitt svar to “Af nýjum íslenskum plötum”

  1. Egill Harðar september 14, 2011 kl. 11:43 f.h. #

    1860 er málið. Ekki verra að fá svona alíslenskt Fleet Foxes dæmi loksins.

Færðu inn athugasemd

Skráðu umbeðnar upplýsingar að neðan eða smelltu á smámynd til að skrá þig inn:

WordPress.com Logo

You are commenting using your WordPress.com account. Log Out /  Breyta )

Google+ photo

You are commenting using your Google+ account. Log Out /  Breyta )

Twitter picture

You are commenting using your Twitter account. Log Out /  Breyta )

Facebook photo

You are commenting using your Facebook account. Log Out /  Breyta )

w

Tengist við %s

%d bloggurum líkar þetta: